fimmtudagur, september 18, 2008

4 tíma fyrirlestur í dag

Púff, ég hef sko ekkert úthald í svoleiðis maraþon. Svo var kennarinn ekkert spes og vildi endielga að við værum að fylgjast með og skildum það sem hann segði og svöruðum spurningunum hans. Það er algjörlega vonlaust í svona bekk þar sem maður þekkist ekki neitt. Ég vorkenndi samt kennaranum það mikið að ég var dugleg að svara honum og kinka kolli annað slagið og svona (alla vega framanaf á meðan ég hafði e-a einbeitingu í annað en að stara á klukkuna).
svo kom til mín stelpa í hléinu sem fannst ég greinilega mjög klár að vera með svona allt á hreinu og skilja um hvað hann væri að tala. Það fannt mér fyndið því ég vissi ekkert um hvað hann var að tala mest af tímanum. Svona er ég nú góð að feika get ég sagt ykkur ;)
Ég fékk æðislegan mat í kvöld! Get því miður ekki eignað mér heiðurinn af því þar sem við skelltum okkur út að borða bara sísvona. Við erum orðin svo fullorðins að við fengum okkur bæði fisk og engan desert :Þ
Svo var ég að keppa í fótbolta í gær, fyrsta og síðasta skipti á þessu "keppnistímabili". Þeir þurftu endilega að hafa alla leikina á miðvikudagskvöldum sem er eina kvöldið sem ég er upptekin á. Það er skemmst frá því að segja að við unnum ekki og ég er með sár á leggnum eftir að ég sparkaði í sjálfa mig. Þarf ég nokkuð að segja meira?
Jæja, farin að sinna Jonasi svona áður en hann skilur mig aftur eftir eina heima. Engin á leið í heimsókn í næstu viku??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home