miðvikudagur, september 10, 2008

Tæpar tvær vikur búnar

og tæpar þrjár eftir. Get ekki sagt að ég fíli "bioinformatics" en þetta er hollt og gott.
Ég hlýt að líta óendanlega vinalega út því að í þessari viku hafa þrír strákar úr námskeiðinu beðið mig hjálp og tvo af þeim þekki ég ekki nokkurnb skapaðan hlut. Einn sagði bara hæ ég heiti XXX (man ómögulega hvað hann heitir) ertu búin með verkefnin sem við áttum að gera þessa vikuna? Værirðu til í að senda mér þau? ég varð svo hissa að ég sagði bara já og gaf honum öll verkefnin mín!?!?
Annar strákur var frumlegri og spurði mig hvort það væri engin sykur í kaffinu hans. Furðulegt nokk hafði ég ekki hugmynd um það (!?!) . Hann þurfti hjálp við að finna afmælisgjöf hann 10 ára frænku sinni og vantaði kvenlegt innsæi (!?!). Sá þriðji þekki ég aðeins frá kynningarfundinum áður en skólinn byrjaði. Hann hefur aldrei unnið með bionformatics áður og þurfti hjálp og treysti mér greynilga betur en vinum sínum (ég montin? Já!) svo hann bað mig um hjálp sem fólst ekki í að senda honum verkefnin mín heldur aðstoða hann við að gera sín eigin. Þó það þýði að ég þurfi að hitta hann í aukaklukkutíma finnst mér það mun meira spennandi en að gefa verkefnin mín eða "beita mínu kvenlega innsæi" í að finna afmælisgjöf handa 10 ára frænku e-s.
Annars er ég orðin nokkuð góð í indverksri ensku eftir þessar tvær vikur. Með þessu áframhaldi verð ég farin að skilja bekkjarfélaga mína í lok námskeiðs.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Uuuu... Kannski þú ættir að fara að biðja Jonas að sækja þig í skólann ;) Þeir eru klárlega allir skotnir í þér!

11 september, 2008 12:44  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleymdi að segja hvað ég er ánægð með þig að vera farin að skrifa aftur! :)

11 september, 2008 12:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Seisei, aðeins eftirá, þú ert semsagt í efnafræði í svíaveldinu, efnilegt... Ég er nú næstum því nágranni þinn hérna á Jótlandi, sendi kveðju yfir sundið - Lára

11 september, 2008 16:02  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Góð!

11 september, 2008 17:46  
Blogger Guðrún said...

Já, Hrefna, ef Jonas gæti nú e-n tíman skottast úr vinnunni á skikkanlegum tíma þá geri ég það! Hingað til hef ég látið duga að sveifla gyllta fingrinum ;)
Þú kannski kíkir í kaffi í einni af þessum hjólaferðum Lára Bryndís!
Og Sigrún, ég er þokkalega góð, vorum í líkindareikningi í dag og svo er matlab á morgun, rúlla því upp!

11 september, 2008 17:59  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Þú kannt allavegana að gera vinkonu þína stolta ;)

12 september, 2008 22:47  

Skrifa ummæli

<< Home