laugardagur, september 13, 2008

plasmodium falciparum

Svona til að halda áfram að slá sjálfri mér gullhamra þá ætla ég að segja ykkur hvað ég var dugleg í dag ;)
Ég var að hjálpa Bangladeíska vini mínum með tölvuæfingarnar og þá áttum við m.a. að skoða erfðamengi P. falciparum. ég svona nýbúin að taka námskeið þar sem malaría var m.a. rædd gat frætt hann um að þetta væri einmitt bakterían sem veldur hættulegasta afrbrigðinu af malaríu. Þetta vissi hann nú ekki en hann sagði mér að pabbi hans hefði hringt í hann núna um daginn alveg ég öngum sínum. Vinur minn hafði nefninlega gleymt moskítóflugnanetinu sínu í Bangladesh og pabbi hans hafði miklar áhyggjur af því hvernig hann gæti bjargað sér þarna í Svíþjóð! Vini mínum tókst nú að róa pabba sinn og segja að það væru nú bara engar moskítóflugur í Svíþjóð. Ég leiðrétti hann að sjálfsögðu (ég besservisser?? Ha neinei) og sagði honum að það væru nú mýflugur hérna en þær bæru bara ekki með sér malaríu. Honum fannst ég að sjálfsögðu mjög klár og veraldarvön hérna í Svíþjóð ;)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góð ;)

13 september, 2008 14:30  
Blogger Guðrún said...

þokkalega ;)

14 september, 2008 16:53  

Skrifa ummæli

<< Home