miðvikudagur, september 26, 2007

Símsölufólk

Hringir hingað í tíma og ótíma að bjóða okkur allt milli himins og jarðar! Reyndar hefur það sjaldnast áhuga á að tala við mig, yfirleitt vill það tala við þann sem sér um rafmagnsreikninginn (Jonas), þann sem borgar í lífeyrissjóð (Jonas), herra eða frú Haraldsson (Jonas eða... alla vega ekki ég!) en í dag vildu þau ekki tala við Jonas og ekki mig heldur mömmu mína eða pabba! Það þótti mér best ;)
Það sem er reyndar allra best er að það er í 90% tilvika hringt um miðjan dag. Trúiði mér, ég hef bent þeim á að flest venjulegt vinnandi fólk er einmitt ekki heima hjá sér þá...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"Tala við mömmu þína eða pabba"...snilld!

28 september, 2007 10:58  

Skrifa ummæli

<< Home