sunnudagur, september 23, 2007

Útimarkaðir

Í gær, laugardag, vöknuðum við Jonas kl 7:00 (eða Jonas vaknaði kl 7:00 og undirbjó allt á meðan ég neitaði að það væri kominn dagur til kl 7:30).
Ástæðan var sú, að Jonas hafði fengið svona líka hræðilega góða hugmynd að fara á Södra Esplanaden (sem er nokkurs konar flóamarkaður í Lundi) og selja gamla draslið okkar! Ég var nú ekkert yfir mig spennt, ekki bara vegna þess að ég þurfti að fara svona snemma á fætur (maður þarf að vera mættur 6:30 ef maður vill fá bestu plássin!) heldur fannst mér eiginlega alveg absúrd að e-r hefði áhuga á gamla draslinu okkar sem ég vildi helst að færi beint á haugana! Það er svosem skemmst frá því að segja að ég skemmti mér nú bara ágætlega þegar fór að líða á morgunin og fékk keppnisskapið (og peningagræðgin) að njóta sín þegar leið á. Ég var bara nokkuð sátt þegar við fórum heim um 2-leitið (þo ég hefði glöð vrið lengur og grætt meira ef einhverjir kúnnar hefðu veirð eftir) með meira en 400 sænskar krónur í hreinan gróða! Hefði Kannski ekkert spes tímakaup en ágætis skemmtun :)
Í dag er svo flóamarkaður hérna fyrir utan hjá okkur fyrir fólkið í hverfinu. Við fórum samt með afganinn af dótinu fá því í gær til góðgerðasamtaka svo ekki tökum við þátt í dag. En ætli maður kíki nú ekki út bráðum og heilsi upp á grannana og kaupi líffrænt ræktað grænmeti sem á víst að selja líka. Svo verður víst e-r keppni líka svo kannski fær keppnisskapið að njóta sín... með hinum krökkunum :/

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home