laugardagur, maí 19, 2007

Margt framundan

Hver einasti dagur fram til 25. júní er skipulagður hjá mér!
Sem betur fer er stærsti hlutinn af því ansi ánægjulegur, bara rúmir 5 dagar í próf og 12 dagar í að skólinn klárist :)
Nú erum við búin að ákveða að ákveða að taka ferju frá Trelleborg til ... æ, einhvers staðar í Þýskalandi og keyra þaðan til Tékklands með 1 nætur stoppi á leiðinni. Þá ætlum við að vera 2-3 daga í Prag og svo keyrum við til Nürnberg í heimsókn til Ágeirs í 2-3 daga. Þaðan ætlum við að keyra til Bonn og heilsa upp á Huldu og hennar mann (Hulda býr hér í Lundi en verður í þýskuskóla í Bonn í júní). Svo keyrum við beina leið heim og verðum komin heim um kvöldið 10. júní til að taka á móti Hrefnu þann 11. Við munum síðan skemmta okkur saman með mátulegum skömmtum af verslunar-náttúru- og sólaferðum. Svo skilum við henni til stóra bróður í Köben 17. júní og fáum mömmu og pabba í heimsókn í staðinn! Gott plan eða hvað?
Ég ætla nú ekkert að vara gera ykkur græn af öfund af skemmtilegheitunum sem eru framundan hjá mér! Planið var nú bara að fá góð ráð umhvað er hægt að gera skemmtilegt í þýskalandi og Tékklandi og hvar er gáfulegt ða sofa og svoleiðs. E-r góð ráð??

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Cream and dream í Prag - alltaf klassískt ;) Hef aldrei komið til Þýskalands svo ég ætla ekki að tjá mig um það.

20 maí, 2007 01:53  
Blogger Guðrún said...

cream and dream er eini staðurinn sem ég man eftir og rata til :/
Hann er sko pottþétt á listanum yfir mikilvægustu hluti ;)

20 maí, 2007 10:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Þegar ég fór til Prag notuðum við Lonely Planet til að skipuleggja okkur. Og það var frábær ferð! Ég mæli með því að fara amk einn dag út fyrir borgina og skoða gamla kastala :)
Kveðja,
Ólöf

20 maí, 2007 10:52  
Blogger Guðrún said...

Manstu hvar þið sváfuð og hvort það var ódýr og góður staður?

20 maí, 2007 22:53  

Skrifa ummæli

<< Home