miðvikudagur, maí 16, 2007

ég lærði ýmislegt í dag

bragðið af ódýrasta súkkulaðinu í búðinni minnir lítið á súkkulaði. "Ekólógíska fair trade" súkkulaðið ER betra en annað súkkulaði (enda bragðast keyptar kökur mun betur en stolnar kökur, spurjið bara Mikka ref).
Það er hins vegar vel hægt að nota óæta súkkulaðið í kókoskökur og samt bragðast þær vel :)
Svo er ég í fýlu út í vinkonu mína í skólanum. Hún apaði allt upp eftir mér í heimadæmunum sem við skiluðum um daginn (believe me, ekki í fyrsta skipti!) og hún fékk 0,4 stig á meðan ég fékk 0,3! Svo hafði ég ekki getað síðasta dæmið og hún kópíaði það frá annarri stelpu og lét mig ekki vita svo ég fékk 0 fyrir það á meðan hún fékk fullt, s.s. 0,5. Hún getur sko gert sín heimadæmi sjálf héðan af og hana nú!

Það væri mjög góð hugmynd að byrja að læra fyrir prófið sem er eftir rúma viku... en ég bara nenni því ekki...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home