þriðjudagur, maí 15, 2007

Bara rétt að láta ykkur vita

að ég er ekki "loksins" búin í prófum eins og allir eru að blogga um þessa dagana :Þ ég er enn í fullri kennslu og endalaus ehllings verkefnaskil. ég fer í próf 25. maí og er ekki búin í skólanum fyrr en 1. júní og þið megið byrja ða vorkenna mér NÚNA!
Annars er sko feikinóg skemmtilegt að gerast eftir að skólinn klárast. Við Jonas ætlum að keyra til Prag og Nürnberg strax þegar skóla líkur (s.s. um kl 13 þann 1. júní) og þegar við komum til baka kemur Hrefna í heimsókn. við skilum heni svo til stóra bróður í Köben og náum í mömmu og pabba í sataðinn. Þegar þau eru farin eru bara 2 vikur í að við fáum íbúðina okkar og má reikna með að allur júlí fari í íbúðarstúss og þá er bara kominn ágúst...
Já, ég held þetta verði bara alveg ljómandi sumar um leið og maí er búinn.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Búnað kaupa miða! :)
Annars er líka fullt að gera í mínum skóla og próf 23. maí, sem er betra en hjá þér reyndar, en ég er a.m.k. ekki búin eins og þeir sem eru farnir að fagna sumarfríi...

15 maí, 2007 17:55  

Skrifa ummæli

<< Home