miðvikudagur, maí 16, 2007

Aldurssaga

Svona af því hef ekkert betra að gera ehhemm...
var að lesa inni á síðunni hennar Hildar að hún hafi verið spurð hvort hún væri ekki örugglega orðin 18 í sundi.
Mér finnst svona "aldurssögur" alltaf svo skemmtilegar :)
ég hef nú ekki tölu á því hversu oft ég hef verið álitin yngri en ég er, held það hafi bara aldrei komið fyrir að e-r haldi að ég sé eldri en ég er!
Tvær sögur af mér og Hrefnu:
Við vorum saman í frönsku hjá Gérard á öðru árinu okkar í MH. Það var mjög gaman og við höfðum gaman af því að fíflast í þeim tímum.. sem og utan þeirra. Einhvern tímann á ganginum mætum við Gérard þar sem við leiðumst og valhoppum eftir ganginum og þá segir Gérard: "Þið eruð svo skemmtilegar, svo skemmtilega... barnalegar!" Góður Gérard!
Einu sinni fórum við í sund í Mosó. Man ekki hvenær þetta var en þetta hlýtur að hafa verið eftir menntó svo við vorum komnar yfir tvítugt. Við erum djúpt sokknar í samræður þegar við borgum í sundið, afgreiðslukonan gefur okkur til baka og við byrjum að labba í átt að klefanum þegar ég fatta að hún hefur gleymt að láta okkur fá lykil. Í sömu andrá og ég ætla að fara að biðja um lykil tek ég eftir að hún hafði gefið mér til baka eins og ég hefði bara átt að borga barnagjald! Ég varð mállaus og gekk bara inn í klefa. Smástelpan sem afgreiddi okkur (pottþétt svona 5 árum yngri en við!) hélt s.s. að við værum ekki orðnar 12 ára!! Leið samt aðeins skárr þegar ég fattaði að það var nýbúið að breyta aldursgrensunni í 16 ár... en samt!
Fótboltasaga:
Ég man þegar ég var að stíga fyrstu skrefin í meistaraflokknum. Ætli ég hafi ekki verið svona 14 eða 15 ára. ég man sérstaklega eftir einni "konu", hún var nú næstum nógu gömul til að vera mamma mín, 10 eða 11 árum eldri en ég! Ég fór á eina fótboltaæfingu hérna í Lundi í fyrra. Það komu alla vega tvö holl af flissandi gelgjur til mín og spurðu mig hvað ég væri eiginlega gömul. ég var sem betur fer enn "in my early twenties" ekki nema 24 ára. Þær misstu hins vegar næstum andlitið og flissuðu að þær væru sko 14 ára... þá var mér hugsað til Írisar gömlu í Mosó.
Og svo af mömmu og pabba:
Pabbi hefur mjög gaman af því þegar mamma á stórafmæli. T.d. þegar hún varð fimmtug gat hann sagt:"konan mín er komin á sextugsaldurinn og ég er bara rétt rúmlega fertugur)" hann er s.s. einu og hálfu ári yngri en mamma. Held hins vegar að fólk hafi nú pískrað um þau í gamla daga og pælt í því hvort foreldrar mömmu minnar vissu að hún væri með svona miklu eldri manni! Það eru nefninlega til endalausar sögur af mömmu sem ekki var hleypt inn í leiktækjasal bannaðan yngri en 16 ára þegar hún var sjálf í háskóla og litli bróðir hennar var inni að spila. eða þegar hún var kasólétt af systur minni og spurð um skilríki í bíó inn á mynd bannaða innan 16. Pabbi hins vegar varð að borga fullorðinsgjald í strætó þegar hann var 11 ára! Það var svosem allt í lagi því bróðir hans, ári eldri, borgaði bara barnagjald í staðinn.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha :) Mjög góðar sögur... Ég held að Gerard hafi saknað okkar mjög úr frönskunni, og það kannski ekki af því að við værum svo sleipar í henni ;) Einhvern vegin koma ýmis fáránleg frönskutímaatvik upp í hugann við að lesa þetta! Og þetta með sundið... Við vorum að tala um Jonas man ég þannig að við vorum pottþétt orðnar tvítugar ;)

16 maí, 2007 19:20  
Blogger Guðrún said...

úff ég man eftir "læknisheimsókninni"! :/

16 maí, 2007 20:15  
Anonymous Nafnlaus said...

Við hljótum allar saman að vera svona krakkalegar í okkur :) Ég hef einmitt óteljandi sögur í viðbót af svona atvikum. Eftir nokkur ár verðum við bara ánægðar með þetta

16 maí, 2007 22:01  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Ekki segja þetta. Fólk heldur alltaf að ég sé eldri en sólin :(

17 maí, 2007 20:12  
Blogger Guðrún said...

þú varst líka ladrei spurð um skilríki á meðan ég varð að pukrast með gömul skilríki frá stóru systu, láttu ekki eins og þú hafir ekki notið þess þá góða!

17 maí, 2007 20:17  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Heyrðu ég var spurð að því um daginn hvort ég væri ekki hætt að eignast börn. Ég svaraði að ég væri bara 25 og því fullsnemmt að ákveða það viðmælanda mínum til mikillar undrunar!! Hann hélt s.s. að ég væri hundgömul.

Þó ég hafi getað hoppað inn á skemmtistaði án skilríkja, þá er það ekki þess virði að vera álitin gömul kerling það sem eftir er!

18 maí, 2007 11:39  
Blogger Guðrún said...

sjitt!!

18 maí, 2007 15:13  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff... ég á ábyggilega eftir að kunna margar nýjar aldurssögur eftir sumarið.

18 maí, 2007 18:58  

Skrifa ummæli

<< Home