föstudagur, maí 18, 2007

Svona er Svíþjóð

Eini möguleiki móðursystur minnar sem hefur búið í Svíþjóð í 10 ár til að fá sænsk skilríki frá "svensk kassaservis" er að ég fái sænskan ríkisborgararétt!
Til að fá sænsk skilríki aþrf maður að fá Svía með (með sæansk skilríki) til að skrifa undir að maður er sá sem maður er. Nú hafa þeir hins vegar breytt reglunum þannig að maður verður að fá sænskan fjölskyldumeðlim til að skrifa undir!!
Og já, frænka mín hefur að sjálfsögðu átt sænsk skilríki, þau eru bara útrunnin!
Pælið í vitlaeysu!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm... hvað gerir maður þá?? Ég á enga sænska fjölskyldu..

María Marteins

18 maí, 2007 15:45  
Blogger Guðrún said...

Töff lokk fyrir þig væna ;)
Annars held ég að maður geti ennþá fengið skilríki í gegnum bankann sinn þó maður eigi ekki sænska ættingja (verður samt að taka e-n með þér til að staðfesta að þú sért þú með sænsk skilríki). Til að fá sænskan bankareikning (og til að leigja vídjóspólu ef út í það er farið) þarftu hins vegar sænska kenitölu sem er nú svosem ekki mikið mál að fá, tekur samt e-r vikur svo það er best að drífa í því þegar maður kemur út...
Láttu nú Þóru undirbúa þig vel áður en þú ferð svo þú verðir ekki eins og ég þegar ég fór til Malmö sem skiptinemi, hringdi heim nokkru sinnum á dag til að kvarta yfir þessum heimsku bjúrokrötum! Það verður pottþétt ekki meiri sveigjanleiki í stóra Stokkhólmi.

18 maí, 2007 16:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Hafðu ekki áhyggjur Guðrún. Ég mun undirbúa systur mína vel :)
Annars er minnsta vesenið (til að fá sænsk skilríki) að skipta íslenska ökuskírteininu í það sænska....

Þóra Marteins

18 maí, 2007 20:24  
Blogger Guðrún said...

Býst nú ekki við öðru en þú undirbúir systur þína vel, talarðu ekki bara alltaf við hana á sænsku núna svona til að venja hana við ;)
Ég er meira að segja að spá í að fá mér tvöfaldan ríkisborgararétt til að losna við svona vesen í framtíðinni.

18 maí, 2007 23:38  
Anonymous Nafnlaus said...

búin að reyna að tala við hana á sænsku. Hún hristir bara hausinn og segir mér að námið sitt verði á ensku.....

þóra marteins

19 maí, 2007 04:17  
Blogger Guðrún said...

Uss María! Þú verður samt að læra sænsku! Allir bestu brandararnir verða pottþétt á sænsku... fyrir utan það að maður nær þeim nú ekkert þótt maður "kunni" sænsku... held maður þurfi að vera Svíi til að ná húmornum...

19 maí, 2007 21:42  

Skrifa ummæli

<< Home