þriðjudagur, febrúar 06, 2007

"Hurðu þarna Jón"

man einhver MH-ingur eftir honum? Smá vísbending í viðbót: Skyr og banani...
Ég er s.s. með tvífara hans í tíma! Veit ekki hvort hann stundi vaxtarækt en það er samt e-ð við hann sem minnir svo á vin okkar úr MH. Þessi strákur er e-ð svo skemmtilega einfaldur og indæll. Ég er alla vega búin að ákveða að hann verði nýi vinur minn í kúrsnum. Ég er alveg búin að gefast upp a þessum uppskrúfuðu asnalegu sænsku píum, alveg hætt að púkka upp á þær! Svo í dag fékk ég lánuð blöð sem ég missti af þegar ég var veik og ljósritaði. Næsta skref er svo að fá að ljósrita glósur hjá honum... ég er ekki viss um að ég leggi í það! Held að skrifi gjörsamlega ólæsilega!
Annars er það helst að frétta að hafragrautur með múskati er nánast óætur. Það urðu smá mistök í morgun þegar Jonas lagði svefndrukkinn á borð og svo önnur mistök þegar ég sturtaði nánast hálfum stautnum á grautinnminn! Jakk.
Aðrar fréttir eru þær að við erum alveg á leiðinni að kaupa íbúð! Erum reyndar ekki alveg búin að ákveða okkur. Íbúðin er frátekin fyrir okkur í viku og við ætlum að fá að skoða hana aftur og reikna dæmið aðeins betur áður en við skrifum á pappírana. Helst viljum við líka fá annan fasteignasala! Þessi sem sýndi okkur íbúðina var eiginlega ekkert spes... kom í fyrsta lagi 15 mín. of seint og var svo stanslaust í símanum (og geispandi!) og
var svo einhvern veginn ekkert sérstaklega áreiðanlegur... ótrúlega svona "merkilegs tenórslegur"... eða e-ð svoleiðis. Annars keyptum við íbúðina okkar á Íslandi af algjörum græningja (vissi bara akkúrat ekki neitt blessaður) og það gekk svosem ágætlega. Málið með þennan er kannski helst að ég treysti því ekki alveg að hann sé að segja okkur satt...
Alla vega, hætt þessu bulli og farin að læra... þriðja daginn í röð!! Þetta hefur bara ekki gerst síðan þessi önn byrjaði!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha... Ég man ;)
Spennó með íbúðina!

07 febrúar, 2007 00:20  

Skrifa ummæli

<< Home