miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Haldið þið að það sé!

Já, yfir ýmsu að hneykslast í dag. Í fyrsta lagi liðin vika síðan ég bloggaði síðast og ekki örlar á samviskubiti, héðan í frá er samiskubit yfir bloggleti niðurlagt.
Annað ekki síður miklivægt að hneyksalst yfir og það er veðrið! Haldið þið ekki að það sé snjór yfir öllu hér! Alls ekkert jólalegt, bara kuldalegt. Enda hef ég haldið mig inni í allan cdag og í lopapeysunni.
Enn eitt hneykslunarefni er tilraunafélagi minn sem fyllti mælinn áður en við byrjuðum á tilauninni í gær. Ég spurði óskup einfaldlega kennarann hvort það væri möguleika ða skipta um félaga og hún sagði já! Þraukaði tilraunina og tókst að fá gaurinn til að samþykkja að við gerðum skýrsluna í sitthvoru lagi (það hlakkar í mér, ekki séns að hann ráði við útreikningana) og svo áttum við að fá nýja félaga fyrir næstu tilraun. Nema hvað, í lok dags missi ég það út úr mér að það hafi nú bara gengið bærilega í dag! Kennarinn skiptir um skoðun og ég sit uppi með gaurinn! Fæ þó að skila inn undirbúningsvinnunni og skýrslum sjálf sem er þó bót í máli.
Fleira til að hneykslast yfir er sælgætisátið á mér, sérst besst í andlitinu á mér sem lítur út eins og á 13 ára unglingsstelpu! Nú þegar veðrið er svona leiðinlegt og að sjálfsögðu ekkert sælgæti til í húsinu (viljandi) eru góð ráð dýr, ég tók til þess ráðs að búa til einhverskonar kókoskúlur, hneykslanlega gott!
Kominn tími til að haldast áfram að berjast við excel

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jæja loksins fékk maður nýtt blogg að lesa hjá þér;) (he he kom ekki smá samviskubit??)
Arrrg að þú losnaðir ekki við félagann, þú og þinn stóri munnur! Hvað þarftu að þrauka margar tilraunir með honum í viðbót??
Hér er annars líka skítakuldi:(

XXX HM og GA

21 febrúar, 2007 23:36  
Blogger Guðrún said...

það eru 3 tilraunir eftir!! Svíar eru vinsamlegast beðnir að halda sig innandyrra í dag! Það er nefninlega snjór úti...

22 febrúar, 2007 09:32  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Hvað með að þú flæmir hann burt?! Æ- nú ætlaði ég að fara af stað sem bara mér finnst fyndið og öðrum finnst fáránlegt. Bíðum með það í bili.

En vá hvað ég þekki nammiþörfina. Ég reyndi einu sinni að eiga ekkert sætt tiltækt. Endaði á því að ég stóð við eldavélina í hálftíma að búa mér til karamellur!

22 febrúar, 2007 20:26  

Skrifa ummæli

<< Home