þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Hönkið

Var að afbóka tíma hjá sjúkraþjálfara sem ég átti að fara í á morgun.
Ekki út af því að ég sé orðin svona súpergóð að ég þurfi ekki á sjúkraþjálfun að halda, heldur af því að ég er búin að fá mér nýjan sjúkraþjálfara, hah! :)
Þessi kona sem ég átti að fara til á morgun í þriðja skiptið, hefur ekki gert annað en að skrifa niður það sem hrjáir mig, potað örlítið í mig (en þó ekki svo mikið) og svo segja mér að fara til sjúkraþjálfara sem er í líkamsræktarstöðinni minni svo hann geti búið til æfingaprógramm fyrir mig. Í tímanum á morgun ætlaði hún að sýna mér tensid-tæki (eða e-ð í þá áttina...) í annað sinn... sýndi mér það líka síðast sko... þetta eru s.s. e-r rafmagnsbylgjur sem draga úr sársauka og eiga víst líka að geta slakað e-ð á vöðvunum... ég er alveg til í að gefa þessu tæki séns svosem (þó ég hafi alls ekki fýlað það þarna í fyrsta skiptið) en eftir að ég fór til hins sjúkraþjálfarans sem skoðaði mig almennilega (þó ég hafi bara sagt við hann að mig vantaði æfingaprógramm samkv. hinum sjúkraþjálfaranum), potaði fullt í mig til að athuga hvað hjálpaði og hvað ekki, lét mig fá fullt af sniðugum æfingum til að "laga mig" (fékk líka gulan teyjuborða með nóa siríus páskaeggjalykt af!) og svo á ég eftir að fara til hans alla vega 2 sinnum í viðbót svo hann geti sett saman prógramm í tækjasalnum og séð til þess að ég gerði allar æfingarnar 100% rétt. Hann er búin að "skipa" mér að gera ákv. æfingar heima, 2-10 sinnum á dag (fer eftir æfingum) og svo er það skilyrði að ég geri æfingarnar í tækjasalnum alla vega 2 sinnum í viku til að byrja með og auki það upp í 3-4 sinnum í viku. Svo "má" ég koma eins of og ég vil að hlaupa á bretti og hjóla og það allt saman. Þetta verður s.s. fínasta aðhald og ég ætla að vera rosalega hlýðin :)
Gleymdi ég nokkuð að segja að hann er fjallmyndarlegur ;Þ

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Uss Guðrún... Maður gæti haldið að Jonas lesi ekki bloggið þitt ;)
Annars klikkaði ég á upphleðslunni... :/ Veit að það er mjög lélegt en ég gat bara ómögulega farið út að hlaupa í frostinu áðan þegar ég var loksins búin í prófinu, dauðþreytt og svöng... Lofa að gera það næst!

07 febrúar, 2007 21:30  
Blogger Guðrún said...

ég held að Jonas lesi ekki bloggið... alla vega mjög sjaldan. ég er samt alveg búin að segja honum frá sjúkraþjálfaranum og hann kvatti mig meira að segja tila ð hætta hjá hinum ;)
Slæmt með klikkið á kolvetnahleðslunni góða!
En þú verður bara að vera með sykurvatn í nesti í göngunni. Bara ekki of mikinn sykur svo þér verði ekki illt í maganum (var það ekki 8 g/l?) það er kannski bara hægt að kaupa svona í e-ð af þessum heilsufríkabúðum?
Gangi þér alla vega sem best í göngunni... og líka fyrir utan gönguna og það allt ;)

07 febrúar, 2007 22:22  

Skrifa ummæli

<< Home