miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Hönk 2

Það er bara fullt af myndarlegum karlmönnum í kring um mig þessa dagana! Það er s.s. eitt hönk með mér í efnafræðinni. Mjög flottur... á meðan hann þegir! En um leið og hann opnar munninn OMG, gjörsamlega óþolandi! Sá það alveg strax í fyrsta tíma að þetta var þessi sem yrði rætt um sem óþolandi gaurinn. Alltaf að spurja e-a spurninga seme ru alveg út í hött. Hann heldur að þær séu gáfulegar en kennararnir verða bara hálfpirraðir (svo ég tali nú ekki um nemendurnar!). Hrenfa ég trúi nú ekki öðru en þú tengir þetta við einn góðan efnafræðifélaga minn úr MH... ætla ekkert að nefna hann neitt á nafn ;)
Sá var nú samt bara svolítið sjarmerandi þrátt fyrir fáránlegar spurningar, en þessi, þessi er það bara ekki! greyið er bæði smámæltur og talar með útlenskuym hreim!
Það er ekkert að ástæðulausu sem ég er að úthúða greyinu í dag. Komst nefninlega að því með hverjum ég er að far að gera 7 tilraunir og 7 stórar efnafræðiskýrslur næstu 3 vikurnar :/ get ekki sagt að ég sé neitt í skýjunum yfir að hafa lent með hönkinu :/

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æi greyið mitt, gengur illa að ná þér í almennilega tilraunafélaga. Mér finnst þú alla vega alltaf kvarta undan þeim;)!

08 febrúar, 2007 16:45  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Er kennarinn þinn nokkuð kona? Væri þá ekki hægt að skella mynd af hönkinu framaná skýrslurnar og athuga hvort það verði ekki farið yfir þær með jákvæðu hugarfari ;)

-átti það ekki annars við þegar ónefndur efnafræðifélagi varð samnemandi annarrar saumógellu í skóla aðeins austar í borginni... ;)

12 febrúar, 2007 10:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Tengdi í þriðju línu... ;)

12 febrúar, 2007 16:25  

Skrifa ummæli

<< Home