fimmtudagur, nóvember 16, 2006

ég veit, ég veit

fáránlegt að tala ekki um annað Pólland í 2 vikur og minnast svo ekki á hvernig var þegar meður kemur heim!
Fyrst var ég of þreytt, svo nennti ég því ekki og svo var það of seint1
En það var alla vega fínt í Póllandi. Borðuðum í heitum kastala og spiluðum í ískaldri kirkju (ég spilaði í kápunni og með vetlinga). Krakkarnir voru ágætir en ég var nú samt ekkert að hanga langt frameftir í djammi (svo skemmtileg voru þau ekki...) sem kom sér vel á bakaleiðinni í 7 klst bátsferð (jakk! Það geri ég ekki aftur!)
Annars var ég að koma úr nuddi og líður unaðslega :)
Akkúrat sem ég þurfti eftir setu yfir bókum, endalaust spilerí, ferðalög, kulda og stress.
Mér er alveg að takast að gleyma að ég er að fara í próf á laugardaginn, ekkert stress þar get ég sagt ykkur. Ætla nú að reyna að rifja aðeins upp í kvöld og jafnvel læra e-ð nýtt... ekki veitir af!!
Annars fer að styttast í jólafrí er það ekki?
Skrítið, allir væntanleg að fara að byrja að undirbúa sig fyrir próf, ég svona svo gott sem búin með eina lotu og rétt að byrja á nýrri sem næstum klárast fyrir jól, bara einn fyrirlestur og próf eftir jól. Ég hef aldrei farið í próf svona í byrjun janúar, vona að það skemmi nú ekki jólin.
Heyrðu, hætt að bulla! Ég var búin að lofa að fara að læra!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home