fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Jólin nálgast í Lundi

Hvernig veit maður það?
Jú, bleiku jólakanínurnar eru á víð og dreif niðri í bæ og ekki má gleyma bláa plexíglerjólatrénu!!
Annars er bara stress hér í augnablikinu...
Nóg að gera og naumur tími en samt fullt sem ég vil segja enda langt síðan ég hef bloggað
Var að fá staðfestingu á því sem ég sótti um fyrir næstu önn. Varð mjög hissa þegar ég sá það, ég hef greynilega sótt um allan fj.... tveir tónlistarkúrsar, einn spilikúrs og annar að ég held bóklegur um kvikmyndatónlist. slatti af fjarnámskúrsum sem fjalla um allt frá "human fysiologi" til "mat i Europa". Fyrir utan svona kúrsa sótti ég líka um 2 "venjulega" kúrsa... held ég alla vega, tók eiginelga ekki eftir því í allri vitleysunni! Slatti af spennandi kúrsum og ég má bara velja tvo (Í mesta lagi fjóra en þá verð ég líka alveg að drukna næstu önn)... veit alveg hvaða kúrsa væri skynsamlegast að velja en er það endilega það skemmtilegasta? Nei, alveg örugglega ekki!
Ein spurning, lít ég út fyrir að vera mjög heimsk og vera engan vegin fær um að nota pípettu hvað þá meira?
Það er alla vega attitjútið sem ég fæ frá þeim sem ég hef gert tilraunir með. Búin að gera 2 tilraunir með 2 mismunandi stelpum og þær hafa báðar komið fram við mig eins og ég sé vangefin! Svo er ég bara miklu klárari en þær, kunna ekkert að reikna eða neitt og verða bara pirraðar, en hlusta á mig? ekki séns!
Getur verið "svolítið" pirrandi....
jæja, farin að gera e-ð af viti :)
Hlakka til í kvöld ;)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Eru bleiku jólakanínurnar búnar að éta þig? Takk fyrir síðast annars :)

02 desember, 2006 20:43  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Sæta,
Ég rambaði með fikti inná þig frá bloggsíðunni hennar Gróu :) Vildi bara skila smá kveðju til þin :)
MosóValdís

02 desember, 2006 22:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þú sért stórlega vanmetinn snillingur, mín kæra Guðrún, og allir eigi að taka þig alvarlega, (þrátt fyrir vitleysuna sem flýtur út úr þér annað slagið).

Þú ættir eiginlega að taka myndir af þessu plexíglerjólatré og setja hérna á síðuna!

04 desember, 2006 15:33  
Anonymous Nafnlaus said...

hva já hvernig stendur á þessu, annað hvort hafa bleiku jólakanínurnar étið þig eða Jonas kannski?! eða þú þykist vera eitthvað upptekin við lærdóm eða eitthvað.... alla vega heimta ég blogg:)

05 desember, 2006 01:10  

Skrifa ummæli

<< Home