miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Ég er í fýlu!

Var að fá niðurstöðuna úr prófinu sem mér gekk svona líka vel í. Var með 61,25% rétt takk fyrir, munar ekki nema 1,25% að ég hefði FALLIÐ! ég ætla sko að skoða prófið vel á morgun og finna e-n sökudólg, ekki séns að ég hafi gert svona mikið af vitleysum! Ég er komin með kenningar um að e-r hafi svissað nöfnum á prófinu hjá mér og e-m öðrum eða að kennaranum sé illa við mig af einhverri ástæðu... ég er ógeðslega pirruð! Ekki séns að ég nenni að fara að læra fyrir næsta próf núna!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú margt sem skipti meira máli en einkunnir ;)

08 nóvember, 2006 14:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er þetta, þú náðir fjandans prófinu. Treystu mér, það á enginn eftir að spyrja um þessa einkunn meðan þú lifir!
-Bryndís

08 nóvember, 2006 15:29  
Blogger Guðrún said...

en ég kunni allt og skyldi allt! óendanlega pirrandi að hafa lagt svona mikið á sig fyrir ekki skárri einkunn...

08 nóvember, 2006 16:00  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff..ég hef lent í nákvæmlega sömu stöðu. Nú eru bráðum 3 ár síðan og ég er enn að hugsa um hvað fór úrskeiðis!

08 nóvember, 2006 18:08  
Anonymous Nafnlaus said...

Shit happens! En eins og Bryndís sagði þá náðirðu og það er nú eiginlega eina sem skiptir máli...

Áfram með smjörið og lærðu fullt fyrir næsta prófa góða mín

08 nóvember, 2006 23:31  

Skrifa ummæli

<< Home