þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Þvíllík írónía!

Sit við tölvuna og er að lesa fyrir munnlegt próf í heilsukúrsinum mínum. Var að klára að lesa um kólestról sem hækkar einmitt við það að borða mikið unnar kjötvörur og svo náttúrulega egg. Fatta að ég er orðin svöng og fer inn í eldhús og ákveð að fá mér BEIKON OG EGG Í HÁDEGISMAT!
Ég er náttúrulega ekki í lagi!
Vona bara að það verði ekki beikonlykt af mér í prófinu, hrædd um aðverða felld á staðnum þá...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Uss... Þú hefðir heldur átt að fá þér dökkt súkkulaði og rauðvín, svona til að hækka HDL en ekki LDL kólestrólið ;) Miklu hollara :)

14 nóvember, 2006 18:43  
Anonymous Nafnlaus said...

já einmitt... en er ekki í lagi að borða egg og beikon stundum?

14 nóvember, 2006 21:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Vona að þú hafir notið þess vel að borða egg og beikon, þýðir ekki að verða svo heilaþveginn að maður fái sér aldrei neitt óhollt!! Ekki svo að skilja að ég hafi áhyggjur af því í þínu tilfelli;)

En fáum við líka blogg um ferðina til Póllands??

16 nóvember, 2006 11:43  

Skrifa ummæli

<< Home