sunnudagur, október 12, 2008

Ráðgátan leyst

Sigrún hafði sko mikið fyrir því að rugla mig í rímun, sendi Erling sérstaklega til Stokkhólms svo ég gæti ekki rakið póstsendinguna. En ég sá við henni, hún hefði ekki átt að missa það út úr sér að erling væri í Stokkhólmi ;)
Takk fyrir afmælisgjöfina Sigrún, ég væri mjög fín með handskana og trefilinn ef ég væri ekki svona ferlega mygluð úr kvefi og með of síðan topp ;)
Annars var ég með þúsund blogghugmyndir en ætli horið sé ekki að blokkera einhverjar heilastöðvar því ég man ekkert.
Nema að ég gleymdi alveg að koma því á framfæri að mér tókst að greina 5 prótein af 6 úr próteinblöndunni í síðustu viku og "vann". Flestir gátu ekki fundið neitt og sú sem var með næstflest náði þremur. Hef reyndar smá áhyggjur af því að kennararnir hafi ekki áttað sig nógu vel á að ég hafi unnið keppnina (og hvað þá að þetta væri keppni).

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott að ráðgátan er leyst Sherlock;)
Þú ert náttúrulega algjör próteinsnillingur, vona að horið fari að hverfa svo þú getir skellt upp hönskunum og treflinum og þrammað í klippingu!

13 október, 2008 01:09  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Híhí. Mér finnst ég vera óendanlega sniðug :)

15 október, 2008 13:24  

Skrifa ummæli

<< Home