föstudagur, október 24, 2008

Vikan tæplega hálfnuð

Þessar tvær vikur ætla algjörlga að renna saman...
Langir dagar í skólanum alla vikuna, 8-10 tíma viðvera, kirkjuskóli í fyrramálið og svon bruna ég beint í æfingabúðir í kórnum. Mig grunar að það verði unnið mikið og sofið lítið... svo verður brunað beint úr æfingabúðunum á ráðstefnu um "proteomics" (hljómar það ekki pró?? :D) . Ráðstefnan er svo allan mánudaginn líka. Þriðjudagur fer í að laga skýrslu og byrja próflærdóm (fengum einmitt heilmikið lesefni í dag sem ég vissi ekki um), miðvikudagur próflestur, fimmtudagur PRÓF! og ég sem hélt ég hefði alla vikuna til að læra og hvenær ætlaði ég að slappa af? Á föstudeginum kannski? Nei, það byrjar næsti kúrs.
Ég get huggað mig við það að það eru engin plön og munu ekki vera gerð nein plön næstu helgi.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Úff það er aldeilis dugnaður! hvernig er það annars kemur þú eitthvað heim um jólin mín kæra?

26 október, 2008 04:44  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Úff. Ætli ég bíði ekki með að blaðra við þig þangað til um næstu helgi :) Gangi þér vel!

27 október, 2008 12:08  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú er hún a.m.k. vel rúmlega hálfnuð, bara tveir dagar eftir er það ekki? Gangi þér rosa vel í prófinu á morgun! Það ætti annars að vera alveg bannað að byrja nýja kúrsa á föstudögum.

29 október, 2008 18:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl ég rakst á síðuna þína á netinu og ákvað að senda þér nokkrar línur. Vona að það sé í lagi?

Ég heiti Einar Bjarnason og er grunnskólakennari (34). Konan mín heitir Kristín Konráðsdóttir og er lyfjafræðingur(33). Hún er að hugsa um að taka stjórnunarnám í Lundi og ég var jafnvel að hugsa um að reyna að fá vinnu eða fara bara í nám. Við erum með 3 börn (5,7 og 10).

Hvernig finnst þér að búa í Svíþjóð/Lundi?
Er barnvænt/fjölskylduvænt að vera þarna?
Er húsnæðisverð/leiga dýrt/hagstætt?
Hvernig er atvinnuástandið (á maður séns á að fá e-a vinnu t.d. í kennslu eða bara e-ð annað)?

Vá fullt af spurningum, ég vona að þú verðir ekki í bullandi aukavinnu að svara. En þú veist að oft eru bestu upplýsingarnar frá venjulegu fólki heldur en e-m stöðluðum upplýsingasíðum.


Kv.

Einar, einarbjarna@engidalsskoli.is

05 nóvember, 2008 17:34  

Skrifa ummæli

<< Home