miðvikudagur, október 08, 2008

Ég er orðin alt!

Kórstjórinn hringdi í mig áðan og sagði að það hefði hljómað svo vel þegar ég söng altinn í messunni síðasta sunnudag að hann ætlaði að biðja mig um að syngja alt í Messias (vantar víst einn alt)! Ég hélt ég yrði ekki eldri!
Hef ákveðið að taka þessu nákvæmlega eins og hann sagði þetta (s.s. að ég sé svona frábær og æðisleg, svona ef þið höfðuð ekki náð því) og ekkert vera að pæla í hvort hann ahldi að það sé mér að kenna að sópraninn er falskur og ömurlegur (það er nb dóttur hans að kenna og ekki mér!). Hvort sem það nú er þá er ég bara nokkuð sátt að hafa verið færð :)
Reyndar örlítil áskorun þar sem við erum akkúrat búin að fara í gegnum raddirnar í öllum köflum og komið að fínpússun :/ ég verð víst að æfa mig heima :/
Smá fréttayfirlit:
Búin í bioinformatic prófinu, gekk ágætlega en fæ lílklegast bara G og ekki VG
Átti afmæli og fór í stórborgarferð til Kaupmannahafnar með Jonasi
Foreldrarnir komu í heimsókn og ég tók til áður en þau komu ;)
Byrjuð í mass spectrometry kúrsi og ég er þokkalega best í kúrsinum (eða svona, klárari en allir í mínum hóp alla vega :Þ)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Var farin að halda að þú værir aftur hætt að blogga. Hei lækkar röddin ekki með aldrinum;) nei bara svona að spá. Heyrumst fljótlega...

09 október, 2008 00:25  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Klárlega ertu orðin ENNÞÁ frábærari víst þú getur sungið AL(L)T!

Velkomin í hópinn :D

09 október, 2008 15:30  
Anonymous Nafnlaus said...

Auðvitað ertu best! Bæði í kúrsinum og kórnum :) En ekki hvað? ;)

10 október, 2008 19:31  

Skrifa ummæli

<< Home