föstudagur, október 10, 2008

Ha?

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá hefur ekkert farið framhjá mér síðustu daga hvað ég er frábær og æðisleg ;)
Ekki batnar það þegar ég er farin að fá gjafir frá leyndum aðdáendum!!
Fyrir 2 dögum fékk ég tilkynningu frá póstinum um ða ég ætti pakka þar. Var svosem ekkert yfir mig spennt þar sem ég átti von á kirkjuskóladóti. Ég dreif mig og náði í pakkann í dag svo ég hefði nú hlutina fyrir kirkjuskóla á morgun.
Mér fannst örlítið merkilegt að brúðunni (þetta hlaut að vera brúða og ekki bækur þar sem pakkinn var mjúkur) væri pakkað inn í svona fallegan pappír undir umslagin en pældi ekkert í því fyrr en ég sá innihaldið, ótrúlega fallegur trefill í hauslitum og brúnir "mokka"handskar í stíl!
Það er hins vegar ekkert kort eða nafn eða neitt í þeim dúr utan á eða innan í pakkanum :(
og það sem meira er, póststimpillinn er frá Stokkhólmi og ekki Íslandi!
Ég vil hér með þakka innilega fyrir þessa fallegu gjöf en á sama tíma benda á að ég er ekki orðin það fræg (ennþá) að ég þurfi leinilega aðdáendur ;) Gefur sig e-r fram??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home