sunnudagur, febrúar 17, 2008

Hver segir að aðalatriðið sé að vera með?!?

Í dag var ruslaskemmtun í húsfélaginu mínu. Það er s.s. verið að vígja nýja ruslakompu og að sjálfsögðu eru puslur í boði og keppnir af ýmsu tagi ;)
Sem fyrirmyndargrannar mættum við Jonas á þessa líka fínu skemmtun og "gæddum" okkur á pylsu (af e-m ástæðum hafði ég búist við pylsum sem minntu á SS og varð því fyrir miiiklum vonbrigðum) og tókum þátt í öllum getraunum sem hægt var nefna barnaþrautinni, pökkuðum mjólkurfernum ofan í kassa af miklum móð (ég náði að jafna metið), reyndum að leysa orðaþraut en gekk nú ekkert of vel og tókum þátt í happdrætti þar sem Jonas fékk vinning! bíðum í ofvæni eftir vinningnum sem er að vænta í næstu viku og krossum fingur fyrir að vinna í mjólkurfernupökkuninni og orðaþrautinni. Síðast þegar við tókum þátt í keppni á vegum félagsins unnum við einmitt stuttermabol merktan steypuhræristöð í XL og 3 cm hátt, mosagrænt kerti. Það verður erfitt að toppa þessa vinninga.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svíar eru náttúrlega bara snillingar að detta sér í hug að búa til partý þegar það er verið að vígja ruslageimslu. Sæi þetta fyrir mér gerast í einhverri blokinni á Íslandi.

Vonadi sjáum við þig sem fyrst hérna heima, þá geturu fengið þér ALVÖRU pulsu. Hanna getur kanski tekið einn pakka með í skíðaferðina.

Sjáumst og góða skemmtun á skíðum. Vildi að ég gæti verið með.

Kv. Erla.

18 febrúar, 2008 18:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Já verð nú eiginlega að vera sammála síðasta ræðumanni.. ruslapartý hljómar hálf hallærislega. Þið fáið sam alveg prik fyrir jákvæða viðleitni.. og ég held sko með ykkur í lottóinu.
Katrín Tinna

18 febrúar, 2008 20:51  
Blogger Guðrún said...

Já, þeir kunna sko að skipuleggja partí í Svíþjóð Erla ;)
Alveg ferlega pínlegt allt saman. Fúlt að þú missir af skíðaferðinni en ég treysti því að þú standir þig á sviðinu á meðan við stöndum okkur í sviginu ;þ (þessi brandari var í boði Auðunastaðagensins).
Og Katrín, lottóið er þegar unnið,það er bara að krossa fingur að engin hafi getað meira en ca 2 orða af 20 í orðaþrautinni ;)

19 febrúar, 2008 19:13  

Skrifa ummæli

<< Home