miðvikudagur, febrúar 13, 2008

What goes up

Úff!
Eftir svona líka ótrúlega skemmtilega byrjun á kúrsi hefur síðasta ein og hálfa vika líka verið alveg óendanlega leiðinleg!
Tilraunin hljómaði mjög spennandi, fengum sýni með 3 mismunandi próteinum sem við áttum að greina hver væru með mismunandi tegundum af "krómatógrafíu".
Tjah, eins vel og það hljómar finnst mér allur tíminn hafa farið í að bíða, bíða eftir að þetta og hitt gelið sé tilbúið, bíða eftir að fá að vita hvort þetta og hitt gelið sé í lagi, byrja svo aftur á sama gelinu því maður fékk vitlausar upplýsingar og svo framvegis. Fyrir utan þessa endalausu bið er ekki eins og allt hafi gengið smurt fyrir sig... endalaust vesen bara! Get ekki beðið þangað til þessi vika er búin! Þá eigum við reyndar eftir að skrifa eins og eina skýslu um herlegheitin og hrista eina litla kynningu fram úr erminni en svo er þessi yndislega krómatógrafía úr sögunni og bara ein tilraun eftir! 29. febrúar er svo kennslan búin og bafra eitt smáverkefni fram að prófi sem er 27. mars. S.s. næstum mánuður í "fríi".
Ég er farin að telja niður dagana :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home