mánudagur, febrúar 18, 2008

Er verið að reyna að segja mér e-ð?

Þegar ég flutti til Svíþjóðar lenti ég í vandræðum með að komast inn í háskólann. Mér var sagt að til þess að geta lært nokkurn skapaðan hlut í raunvísindadeild yrði ég að bæta við mig eðlisfræði. Mér fannst það að sjálfsögðu út í hött þar sem ég er stúdent af náttúrufræðibraut og ætti því væntanlega að geta lagt stund á náttúrufræðigreinar eller hur?
Mér tóskt að liðka námsráðgjafan í efnafræðdeildinni svo hún hleypit mér í fyrsta efnafræðiáfangan en sagði að ég fengi ekki að taka fleiri fyrr en ég hefði reddað eðlisfræðinni. Ég er hins vegar ansi þrjósk og þver og fór til námsráðgjafann í eðlisfræðideildinni og fékk hann til að meta þá eðlisfræði sem ég hefði tekið í menntaskóla og samþykkti hann að ég væri alveg nógu vel undirbúin í eðlisfræði. Þetta samþykkti efnafræðideildin þegjandi og hljóðalaust og ég gat haldið áfram að læra efnafræði. Mig var hins vegar farið að langa að læra líftækni í tækniháskólanum og sótti um þar. é þurfti líka að sækja um undanþágu (út af eðlisfræðinni) og útskýrði að ég hefði verið samþykkt í háskólanum og þar sem báðir staðir hafa sömu inntökuskilyrði bjóst ég ekki við vandræðum hah! Svona er ég nú einföld! Í stuttu máli sagt komt ég ekki inn í lífefnatæknina.
Þá datt mér í hug að það væri kannski bara góð hugmynd að taka nokkur spennandi námskeið sem tækniháskólinn býður upp á, ég vissi að það ætti ekki að vera neitt mál að fá að taka námskeið svona á milli skóla. Ekkert mál ha? Til að mega taka þessi námskeið sem mig langaði í þarf maður undanfara sem oftast eru grunnáfangar sem kenndir eru á fyrsta ári í líftækninni, ekkert mál, ég gat nú alveg tekið e-a grunnáfanga fyrst. Ekki séns! Það er nefninlega ekki hægt að taka grunnáfanga ef maður er ekki í sjálfu prógramminu sjáðu til. Og hvernig í ósköpunum á maður þá að geta tekið einstaka kúrsa í tæknihákólanum eins og þið auglýsið? Spurði ég þá. Nú, það er bara fyrir þegar útskrifað fólk... úr tækniháskólanum að sjálfsögðu. Þá var ég nú eiginlega bara búin að fá nóg í bili svona.
En núna þgar liðin eru tæplega 2 ár frá síðustu tilraun minni til að komast inn í tækniháskólann ætlaði ég að gera aðra tilraun. Ég ætlaði að sækja um mastersnám í matvælafræði. Þetta er alþjóðlegt mastersnám sem kennt er á ensku og mér virtist á heimasíðunni að aðalatriðið væri að vera með bachelorpróf í raunvísindum og svo voru nokkur atriði talin upp sem maður varð að kunna. Þar sem ég var að þessu í haust og hvaði þ.a.l. nógan tíma til að bæta við mig því sem mig vantaði uppá til að komast inn í prógrammið hef ég samband við námsráðgjafa þar sem sedir mig áfram til næsta ráðgjafa sem sendir mig áfram til deildarstjórans. Sá tók sér hins vegar 2 mánuði í að svara mér (eftir ítrekanir) og var svo vinarlegur að svara mér degi eftir að umsóknarfrestur í námskeið fyrir vorönnina rann út. Í stuttu máli skrifaði hann að hann vild ekki sjá mig í skólanum sínum. Í ögn legra máli sagði hann að ég hefði nú eiginlega ekki nógu teknískan bakgrunn og ég ætti að reyna að taka e-a kúrsa í líftækninni (haha góður þessi!). Þar sem ég kannaðist við stelpu sem var matvælafræðiprógramminu og hafði komist inn þó hún væri með bachelorpróf í líffræði ákvað ég að gefa meira eða minna skít í þennan gaur og sækja samt um.
nema hvað, í gærkvöldi er ég svo að skoða þetta á netinu og kemst að því að umsóknarfresturinn fyrir prógrammið far 1. febrúar. Glæsilegt!

Ps: ég er búin að meila þeim og væla og þau sögðu mér að mér væri velkomið að sækja um fyrir haustið 2009 :)

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skólarnir í landinu þínu eru spes...
En flott að þú mátt sækja um, til hamingju með það! Ég segi að það sé verst fyrir þá ef þeir taka þig ekki inn! Teknískan bakgrunn hvað, við vorum nú ekkert smá teknískar í efnafræðinni í MH! ;)

19 febrúar, 2008 12:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Meira hvað þessir Svíar geta verið stífir...vita þeir ekki af hverri þeir eru að missa?!

19 febrúar, 2008 15:54  
Blogger Guðrún said...

já, fallega gert að banna mér ekki að sækja um... fyrir þarnæsta vetur!!
Held ég ætti nú bara að taka "hintinu" og að mér sé ekki ætlað að læra matvælafræði í LTH... er samt að spá í að sækja um á Íslandi og vera skiptinemi í LTH næsta vetur þá ;)

19 febrúar, 2008 19:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð nú að viðurkenna að ég missti þráðinn svona í miðri færslu... en þetta hljómar allavega mjög fáránlega. Þú kannski gerir bara eins og ég... stefni á að taka fæðingarorlof á næsta ári (án þess þó að eiga krakka).
Katrín

19 febrúar, 2008 22:03  
Blogger Guðrún said...

Trúðu mér, ég reyndi að hafa þetta einfalt og sleppti fullt af dramatískum og krassandi smáatriðum... stundum er skólakerfið hérna bara ekkert allt of einfalt...

20 febrúar, 2008 09:01  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Ég myndi tjóðra hausinn á þessu karlfífli milli lappanna á honum og henda honum á stórt trampólín. Þá getur hann eytt restinni af ævinni hoppandi upp í rassgatið á sér.

20 febrúar, 2008 11:23  
Blogger Guðrún said...

Þú ert alltaf jafnsmekkleg elskan ;)

20 febrúar, 2008 16:44  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Já er það ekki :)

Reyndar ætti ég kannski að þakka karlfíflinu því kannski verður það honum að þakka að þú kemur fyrr heim :)

p.s. ég er búin í prófum 11. mars, hvað má ég bögga þig lengi?

21 febrúar, 2008 09:27  

Skrifa ummæli

<< Home