mánudagur, febrúar 04, 2008

Bollabolla!

Ég og Jonas föttuðum í gær um tvöleytið þegar við vorum að labba til mömmu Jonasar til að vökva blómin að það væri líklegast bolludagur í dag. Þá fannst mér lífsnauðsynlegt að bjóða í bollukaffi og áður en ég vissi af var ég búin að bjóða 10 manns í bollukaffi. Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hef aldrei bakað vatnsdeigsbollur, aðeins verið áhorfandi einu sinni... við komum svo heim kl halffjögr og klukkutíma síðar voru þessar líka fínu bolludagsbollur tilbúnar!
Gestirnir urðu nú bara 3 en þið vitið hvað það þýðir: "meira fyrir okkur" ;)
Í kvöld er bara ein bolla eftir. Hún er með 2 hindberjum, marsípani, rjóma með bræddu 72% súkkulaði (frá Equador ;)) og svo sænsku "suðusúkkulaði" ofaná. Endilega komið í bollukaffi og borðið hana, ég er alla vega búin að fá nóg!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vid Gunnhildur bokudum lika bollur i fyrsta skipti i gaer:) TAd komu lika bara 3 gestir

06 febrúar, 2008 00:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir góðar bollur. Sjálf hef ég ekki enn orðið svo fræg að leggja útí vatnsdeigsbollubakstur. Ég er stolt af þér :)

anna sigga

06 febrúar, 2008 14:27  
Anonymous Nafnlaus said...

damn ég missti alveg af bolludeginum, fékk engar bollur á Aruba:(

Hulda Magga

10 febrúar, 2008 21:07  

Skrifa ummæli

<< Home