mánudagur, júlí 23, 2007

Risa fiðrildi

Eftir að hafa hangið allt of lengi í tölvunni í gærkvöldi fór ég inn á klósett að bursta tennur og mætti þar risastóru næturfiðrildi! Ég, fiðrildamanneskjan hef bara sjaldan séð svona ljótt dúr :Þ og ekki bætti það úr skák þegar það KÚKAÐI á gólfið!! Ég varð svo hissa að ég vakti Jonas með látunum í mér og píni hann til að fara að skoða fiðrildið. Hann fylgdi því nú bara út.
Nú er ég búin að taka mynd af fínu veggfóðrunum okkar og ætla að lofa ykkur að njóta (og í þetta skipti var ég búin að snúa myndunum rétt! Blogger virðist bara ekki hafa náð því):

Þetta er veggfóðrið sem okkur langar til að hafa inni í svefnherbergi. Skynsemin hefur þó tekið yfirhöndina og við ætlum bara að mála í e-m töff lit.

Þetta er veggfóðrið sem við endum líklega á að taka inn í vinnuherbergi (bara á einn vegg, hina málum við). Ekki fyrsta val heldur annað val en samt mjög flott.
Bara ekki jafnflott og þetta veggfóður:

Mér finnst bara svo ótrúlega flott hvernig myndin breytist eftir hvernig ljósið fellur á.

Í dag ætlum við að fara í aðra veggfóðursbúð til að vera alveg viss um að finna ekkert betra og svo er það bara að velja endanlega og kaupa málningu í herbergin og byrja að mála! Við erum búin að mála öll loft og með ögn af bjartsýni vil ég vera búin að mála á morgun!
En núna er bara að klára fyrsta heimaprófið í kúrsinum mínum. Þetta er allt að koma, búin með 2 spurningar af 5.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home