laugardagur, júlí 14, 2007

komin í náttföt fyrir níu

Ljúft :)
Við Jonas erum búin að vera að vesenast í íbúðinni í allan dag.
Ég hélt í einfeldni minni að við værum rétt að klára að pússa og kannski að sparstla í eitt eða tvö göt sem hefðu gleymst... allur dagurinn fór í að rífa niður meira veggfóður!
Það er reyndar ótrúlega gaman að pilla í þetta veggfóður! Gallinn er bara sá að nú veit ég, að þeim mun meira sem ég pilla í veggfóðrið, þeim mun meira þarf að sparstla. Það er svosem ekkert slæmt að spartla þannig séð, en þeimur meira spartsl sem maður kínir á veggina, þeim mun meira verður maður að pússa og ÞAÐ er leiðinlegt og rykugt og ógeðslegt :(
Besta lausnin er því augljós: pilla sem minst í veggfóðrið og halda spartslinu í lágmarki... eða hvað! Því miður er það þannig að ef maður pillar ekki í allar misfellur í blessuðu veggfóðrinu, þá bólgnar þetta allt saman upp og verður ómögulegt þegar maður mála :/
Þetta líf þetta líf!

1 Comments:

Blogger Sigrún Helga Lund said...

Þú átt alla mína samúð!

Góði hluturinn er að ef þú stússast nógu lengi þá detta af þér nokkur kíló áður en þú veist af. Ég er búin að missa þrjú og Erling fimm ;)

Endilega póstaðu nokkrum fyrir og eftir myndum þegar dæmið er búið, hver veit nema ég sendi þér líka nokkrar í pósti :)

16 júlí, 2007 12:53  

Skrifa ummæli

<< Home