sunnudagur, júlí 22, 2007

Lohoksins!

Er búið að pússa allt!! Jeiiii!!!
Pússuðum það allrallra síðasta í gær og svo tóku við þrif... ég veit ekki hvað ég er búin að skúra gólfin í nýju íbúðinni oft, líklegast álíka oft og á dvalarheimilinu í Mosó... þrátt fyrir ehendalaus þrif á fólfum og veggjum og öllum köntum og listum og þökum og jú neim itt! Væri nú synd að segja að það væri hreint hjá okkur :Þ
En loftið er alla vega ekki mettað af sparstlryki og það er yndislegt :)
Nú er loftið mettað af málningargufum :Þ
Máluðum fyrri umferð yfir loftin í gær og stendur til að mála þá seinni í dag svo stofuveggina
og jafnvel þrífa svo elfhússkápa og fara að fylla þá af diskum og glösum og þvílíku. Þetta er sko allt að koma :)
Erum reyndar í svolitlum vandræðum með liti í svefnherbergið og svo vinnuherbergið/gestaherbergið.
Vorum búin að ákveða að hafa "grunnvegg" í svefnherberginu dökkvínrauðan eða plómulitann eða e-ð í þá áttina með ljósum ramma í kring. Við erum löngu búin að ákveða að hafa veggfóður á einum vegg í gesta-vinnuherberginu einfaldlega vegna þess að veggurinn var svo illa farinn (þessi sem við vorum að spá í að lakka inn) og veggfóðrið þurfti náttúrulega að vera mjög flott! Ég er búin að fara í svona þúsund hringi, vildi fyrst hafa veggin brúnan með gylltum sólblómum og appelsínugul guggatjöld o.s.frv. svo vildi ég hafa herbergið gult og sumarlegt (Jonasi fannst það minna á páskaunga og það var ekki samþykkt) en svo féllum við fyrir einu veggfóðri (hér væri mynd 1 ef myndavélin væri ekki uppi í íbúð og veggfóðrið hér...) og vorum staðráðin í að fá það nema hvað, þetta er auðvitað "alvöru" veggfóður. Veit ekki hvað þið eruð vel að ykkur í veggfóðursbransanum þarna heima, en í dag eru s.s. til gamaldags veggfóður úr pappír sem er alls ekker fyrir venjulegt fólk að setja upp (s.s. "alvöru" veggfóður") það þarf að setja límið á sjálfa veggfóðursremsuna, láta það þorna og koma því svo á vegginn. Þar sem það er úr pappír, bólgnar það út við það að blotna en skreppur svo saman þegar það þornar... það er endalaust maus að fá hvern bita til að stemma við hinn...
Nú er hins vegar komið e-ð veggfóður ekki úr pappír. Það er þykkara og auðveldara að fást við. Maður límir á vegginn og það bólgnar ekkert út. Það getur nánast hvaða hálfviti sem er sett upp...
Hvert einasta veggfóður (eða svo gott sem) sem okkur heur fundist flott er af fyrri gerðinni!
Svo rákust við á geheggjað veggfóður inn í svefnherbergið! Held við sleppum því samt, passar örugglega betur inn í herbergið hjá unglingsstelpu... en það er samt geðveikt!
Já, þar hafið þið það, gegnsýrt blogg af framkvæmdum! Ég lofa að fjalla um nánast ekkert annað alla vega næstu vikuna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home