mánudagur, júlí 02, 2007

Hér kemur Lína Langsokk...

Komin heim úr ferðalaginu sem var stórfínt :)
Svolítil klikkun að fara til Vermlands yfir helgi. Það er svipað og að skella sér til Egilstaða. Gróa skemmtileg eins og venjulega og spilaði svona líka ljómandi vel :)
Varð samt svekkt með Jesicu Gustavson/Wiklund/Buzzbee súperbásúnuleikara, spilaði bara ekki jefnvel og ég hefði óskað! Hún bara hlýtur að geta betur!
Þess má til gamans geta að við fórum báðar í prufuspil hjá sinfó um hálfa stöðu... hún fékk hana... ekki ég ;Þ
Hún spilaði svosem alveg nógu vel til að "vinna" mig í prufuspili en fyrir 9 árum (þá var hún 25 ára) vann hún líka kennarann minn og finnskan snilling í básúnukeppni og hún spilaði sko ekki það vel... vona að þetta hafi bara verið slæmur dagur.
Er annars á leið í strætó að ná í bílinn okkar úr viðgerð.
Ætti í raun að skrifa meira um ferðalagið, rigningu og mýflugur en efast um að af því verði...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvar er mynd af þér með rauða hárið?

knús
Þóra Marteins

05 júlí, 2007 16:30  

Skrifa ummæli

<< Home