miðvikudagur, janúar 31, 2007

Fallegasta frænkan farin

Hulda Magga og Guðrún Aisha systurdóttir voru í heimsókn í síðustu viku. Mjög gaman að fá þær og að öllum ólöstuðum (Hulda Magga var samt mjög skemmtileg og dugleg! Tók meira að segja til einu sinni og allt... meira en ég gerði...) þá er Guðrúnar Aishu sárast saknað hér, yndislegt barn! Við pössuðum hana meira að segja heilan dag á meðan mamma hennar skrapp til Berlínar á fund. Litla daman var alveg ómótsæðileg allan daginn...þangað til hún átti að fara að sofa um kvöldið... Þá saknaði hún mömmu brjósts mest af öllu í heiminum og grét út í eitt í alla vega einn og hálfan tíma þrátt fyrir ða verta gjörsamlega örmagna af þreytu. Ætla að láta fljóta með eins go eina mynd af nöfnu...
heyrðu, gleymum því, ektamaður minn er engan veginn að standa sig! Hann er í fyrsta lagi ekki búi9n að setja myndir inn í tölvuna síðan e-n tíman fyrir jól og er í öðru lagi með myndavélina í vinnunni! Myndir verða bara að bíða betri tíma. Þið getið hins vegar kíkt inn á heimasíðu skvísunnar: Guðrún Aisha Allansdóttir

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hún litla frænka þín er nú algjör rúsína:)

02 febrúar, 2007 23:02  
Blogger Guðrún said...

jebbs algjört krútt :)

03 febrúar, 2007 13:10  
Anonymous Nafnlaus said...

Tek undir það, ekki það að ég hafi átt von á öðru... Ótrúlega sæt :)

03 febrúar, 2007 23:52  
Blogger Tinnuli said...

Ji hvað hún er sæt! Bara lík frænku sinni og nöfnu svei mér þá?!? Mín er öll í móðurættina, með höku og munnsvip Friðriksensfamilien! Sendi þér mynd... ;)

06 febrúar, 2007 00:57  

Skrifa ummæli

<< Home