miðvikudagur, janúar 31, 2007

Frekar líflaus svona...

en vonandi öll að koma til.
Úf, ég má ekki skrifa svona sjaldan, það fer bara allt í rugl, svo ótrúlega margt mismikilvægt/gáfulegt sem mig langar að segja og þá skrifa ég helst bara ekkert!
Fyrsta: við vorum að kaupa okkur bíl :) Hann er grár og heitir Toyota corolla og er 99 módel. Við fáum ann samt ekki fyrr en 9. febrúar, ég er aðr eyna að bíð a þolinmóð en mér finnst að sjálfsögðu ég engan vegin geta verið án bíls í þessa fáu daga... við sem höfum ekki átt bíl síðan við fluttum hingað út... og áttum bara bíl á Íslandi nokkra mánuði... maður er ekki legni að verða háður!
Svo erum við á fullu ða leita að íbúð/húsi/raðhúsi. Ekki það að okkur líði e-ð illa í leiguíbúðinni okkar. Peningurinn sem við fengum þegar við seldum íbúðina á íslandi er bara að losna (gerðum e-ð voða sniðugt við hann fyrir s.s. einu ári) og við verðum endilega að gera e-ð við hann ;). Við vitum eiginlega ekkert að hverju við erum að leita, hvar eða hvað það má kosta en erum nú þegar búin að missa af einu draumahúsi :Þ
En að öðru mjög mikilvægu. Þannig er mál með vexti að ég var að horfa á gamlan bráðavaktarþátt um daginn. Ég hafði séð þennan þátt áður og hugsaði einmitt um hann fyrr í vetur þar sem hann tengist svolítið því sem við vorum að læra í frumuefnafræðinni. Þátturinn fjallaði s.s. um fjölskildu sem fékk öll koloxíðeitrun (býst nú við að það hafi verið koldíoxíð en það var samt bara sagt koloxíð...). Allir í fjölskyldunni misstu meðvitund í svefni nema kasólétta mamman sem vaknaði við að hún var að fara að eiga. Ástæðan fyrir því að hún missti ekki meðvitund (og í raun líka sú að fæðingin fór af stað) var að ófædda barnið tók við koloxíðinu. Sko, í fruymuefnafræðinni lærðum við um ferrókelatas sem bindur inn og súrefni. Æi, þetta er þegar orðið langt og leiðinlegt :/ langar samt að skrifa fullt í viðbót. En það er bara eitt sem ég er að spá í. Sko, þið þarna líffræði/lækna/hjúkrúnanörð megið gjarnan kommenta eða meila. Vegna ólíkrar uppbyggingar fórrókelatas hjá fóstri og manneskju, bindur fóstrið súrefni betur en móðirin. Þ.e. fóstrið "tekur súrefni frá" móðurinni ef það er lítið af því (þess vegna verða ófrískar konur móðar af að labba upp stiga ;)) en hvernig útskýrir það að fóstrið bindur inn allt koloxíðið?? Útskýringu takk.
Jæja, leiðinlega búið. Tekur svosem ekkert skárra við, ætlaði bara að vorkenna sjálfri mér fyrir að vera í svona hundleiðinlegum kúrs í janúar. Analytisk kemi, þetta er sko engin efnafræði bara %&=//#=(%"#$ eðlisfræði! Svo bætir ekki úr skák að ég er í 4 tíma fyrirlestrum á hverjum einasta morgni frá kl 8 :Þ En það er bara að þrauka, næsti kúrs er einmitt eðlisefnafræði, jakk! Það er skyldukúrs en analytikina valdi ég alveg sjálf, tókst að sannfæra mig um að það væri hollt og gott. Held að mér takist nú að sannfæra sjálfa mig um að ég þurfi ekkert að taka tvo svona kúras í viðbót eins og ég var búin að ákveða...
Heyrðu vá, sjaldan skrifað jafnleiðinlegt blogg, þó ýmislegt hafi ég nú látið út úr mér! Reyni aftur á eftir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Man eftir þessum þætti...
Koldíoxíð binst fastar við hemoglobin en súrefni, þannig að hemoglobinið getur ekki flutt súrefni til heilans og annara vefja vegna þess að koldíoxíð situr sem fastast í öllum súrefnisplássunum. Það er væntanlega eins hjá fæddu og ófæddu fólki og þess vegna er þetta svona hættuleg eitrun. Að auki hefur eins og þú sagðir fósturhemoglobin meiri sækni í súrefni en hemoglóbín móðurinnar því að annars fengi það ekki neitt (a.m.k. þegar lítið er í boði). Ætli það sé ekki bara eins með koldíoxíðið, það bindi það bara enn fastar líka.
Held að ég hafi ekki bullað mjög mikið, annars má leiðrétta mig...
Kv.
Læknisfræðinörd

Gott að þú og síðan þín eruð vaknaðar!

03 febrúar, 2007 11:57  
Blogger Guðrún said...

Þetta hljómar mjög sannfærandi ;)

03 febrúar, 2007 13:10  

Skrifa ummæli

<< Home