fimmtudagur, janúar 18, 2007

Heiladoði

Já, þvílíkur heiladoði eftir þetta próf, eins gott að ég er búin að vera í fríi þessa vikuna. Læknirinn vorkenndi mér alveg svolítið, þó að ég hafi geta gert allt sem hann sagði mér að gera án mikillar fyrirhafnar (sem þýðir s.s. að ég er nú ekkert mikið "hreyfihömluð"...) og sendi mig í sjúkraþjálfun. Þótt að þær "fréttir" hafi nú lítið komið mér á óvart var eins og þetta hafi sogast inn í undirmeðvitundina því það sem eftir lifði dags og kvölds gat ég mig hvergi hreyft, vara að farast úr verkjum og slappleika.
Getiði hvað? Sjúkraþjálfarar eru líka svona "kommúnalt" fyrirbrigði eins og heilsugæslan og að sjálfsögðu var alla vega mánaðar bið hjá þeim og mér bent á að fara á einastofu! Þetta sænska sýstem er svo sprungið! Manni er bent á hægri vinstri að "kommúnala" þjónustan geti ekki annað eftirspurn og maður eigi að fara einkastofur. Þetta er nú meira ruglið.
Eins og ég segi, heiladoði, það á líka við um bloggið, ekkert meira að segja.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ :) Er þér ekki að batna? Annars var mér kennt það í fyrra að mannfólk gæti ekki þjáðst af doða, heldur væri það bráða kalsíum skortur hjá eldri kúm eftir burð... ;)

25 janúar, 2007 00:03  

Skrifa ummæli

<< Home