mánudagur, janúar 15, 2007

Saknað mín ;)

Engin smá pressa á manni. Mér finnst maður þurfi að skrifa e-ð svo yfirgengilega merkilegt þegar maður er ekki bún að skrifa í svona langan tíma. Ég tala nú ekki um að segja frá öllu sem hefur gerst í millitíðinni.
ég ætla hins vegar að láta eins og ekkert hafi í skorist :Þ
Ég var að koma úr prófi í frumuefnafræði og gekk bara allt í lagi :)
Alveg óþolandi samt að ég geti aldrei lært upp á 10, þarf alltaf að læra upp á 5. Hafði kannski ekkert of mikinn tíma núna og var sæmilega strssuð framanaf. En um leið og ég fann að ég var að ná utan um þetta fór ég að slaka á! Alveg týpískt! Allur sunnudagurinn fót t.d. í vitleysu því ég var eiginlega alveg búin að ná aðalatriðunum. Svona er þetta, veit þó alla vega hvað ég get bætt...
Það var hins vegar ekkert grín að þurfa að mæta í próf kl 8 í morgun! Skólinn hefur ekki verið að byrja fyrr en um hádegi núna eftir jól og mér hefur bara alls ekki gengið nógu vel að snúa sólarhringnum við eftir jólin! Margsinnis búin að reyna að sofna fyrir miðnætti en sofan aldrei fyrr en um 2-3 leytið og ef ég stilli ekki vekjaraklukkuna er engin séns að vakna fyrir hádegi!! Verð samt að fara að koma sólarhringnum á réttan kjöl þar sem núna næstu önn er ég í skólanum frá 8-12 alla virka daga :/
Jæja, farin að njóta þess að hanga og gera ekki neitt :)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, hvað er með þennan sólarhring... Hann bara vill ekki snúast í rétta átt!

18 janúar, 2007 22:22  

Skrifa ummæli

<< Home