þriðjudagur, janúar 16, 2007

Sænska velferðarkerfið...

Hvað er hægt annað en að elska það?
Þarf að fá smá útrás, ráðið því rétt mátulega hvort þið lesið eða ekki...
Ég er búin að vera svo slæm í öxlinni undanfarið og var aðeins að kvarta í sjúkraþjálfaranum í kórnum sem tókst að hræða mig til að ákveða að það væri kominn tími til að tækla sænska heilbrigðiskerfið aftur...
Það er ekki í fyrsta skipti sem ég reyni, síðast þegar ég reyndi tókst mér eftir grát og gnístan tanna að fá símatíma hjá lækni sem gaf mér munnskol við raddleysi og kvefi... ekkert sérstaklegaheppnað fannst mér.
Alla vega, hef fengið að heyra að besta leiðin til að fá tíma hjá lækni sé bara að mæta upp á heilsugæslu. Svo það var það sem ég gerði í morgun, mætti niðureftir. Æi, ætla svosem ekkert að fara að rekja þetta neitt, enda gekk þetta vel, fæ tíma á
eftir kl 11 hjá akútlækninum með þeim skilyrðum að ég sé sárkvalin... sem er vitleysa, ég er bara dofin og... ég var ekkert að leiðrétta þennan misskilning, ég fékk tíma!
Læknirinn eða hjúkrunarkonan sem ég talaði við var mjög almennilega og útskýrði þetta sístem fyrir mér:
ef þú þarft að fara til læknis, hringir þú á heilsugæsluna. Þar færðu að tala við hjúkrunarfræðing og þarf að lýsa því sem er að þér í smáatriðum í sem fæstum orðum. Eftir það ákveður hjúkrunarfræðingurinn hvort tilfellið sé "akút" eða ekki. Ef það er ekki akút, þ.e. þú ert ekki þeim mun kvalanri eða að fara að geispa golunni þennan daginn, þá færð þú sent bréf í vikunni með tíma, sem vonandi er innan 5 vikna! Ég er að segja ykkur það, það er 4-5 vikna biðlisti! Engin séns heldur að hafa nokkur áhrif á það hvenær maður fær tíma, það er bara já og amen og mæta á þeim tíma sem maður fær, engin séns að hafa áhrif á tímasetninguna (og þá er ég ekki að meina til að komast fyrr að, heldr bara að tíminn sé nú á þeim tíma sem maður kemst í yfir höfuð!).
Svo er það ef tilfellið krefst akút: þá færðu tíma samdægurs hjá þeim lækni sem er á vaktinni þann daginn og náttúrulega bara stuttur tími, enda bara neyðarþjónusta, ekki "læknisþjónusta". Jú, og ef það er búið að fylla alla tímana hjá akútlækninum þann daginn (sem gerist yðurlega) þá er ekkert annað að gera en að hringja daginn eftir og vona það besta!
Eg hélt ég yrði ekki eldri eftir þessar upplýsingar, þetta þykir mér bara engin þjónusta! Og ég sem var að kvarta á Íslandi... hún benti mér hins vegar á að það væri líklegast best að fara bara á einkarekna stofu, þar væru ekki svona langir biðlistar. Djí, ég hélt ekki að Svíþjóð, af öllum löndum, væri svona!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

og hvernig fór svo hjá doksa áðan?

17 janúar, 2007 01:21  

Skrifa ummæli

<< Home