þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Síðasti vinnudagurinn í dag

... og aldrei þessu vant hefði ég alveg getað hugsað mér að halda áfram, ég er s.s. EKKI komin með ógeð af sumarvinnunni minni. Ég veit sko ekki til þess að það hafi nokkurn tíman gerst áður.
Hins vegar hlakka ég mikið til að komast heim til mín þó blessað stærðfræðiprófið skyggi aðeins á þá eftirvæntingu...
Annars er ég bara alls ekkert jafnvitlaus og ég var fyrr í vikunni! Get bara reiknað heilan helling! Kannski ekki alveg allt en samt alveg heilan helling. Þá er einmitt kominn tími til að slaka á, því ekki vil ég láta bera á mér með því að fá of háa einkunn eða hvað ;) (alveg róleg Sigrún, ég er ekkert hætt að læra, búin að teikna þessi líka fínu gröf í dag og diffra svolítið. Ætla meira að segja að reyna að komast í gegnum eins og 1 próf í dag!).
Svo á ég svo ótrúlega sæta litla frænku! Fór og heimsótti þær mæðgur aftur í gær (og ætla aftur í dag svo litla frænka gleymi mér nú ekki strax) og hélt þá heilan helling á þeirri litlu sem var sko alveg glaðvakandi og fannst ég bara alveg ágæt :) Reigði aftur á sér höfuðið til að skoða mig vel og vandlega með stóru augunum sínum, hallaði svo höfðinu að mér og sofnaði.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með litlu frænku :) Hlýtur að vera sætast krútt í heimi!

23 ágúst, 2006 20:09  

Skrifa ummæli

<< Home