mánudagur, ágúst 28, 2006

Osló og fleira

Það var eins gott að ég hlýfði ykkur við þunglyndispistlinum um ömurlega Svíþjóð o.s.frv. fyrir helgi. ég gerði mér nefninlega lítið fyrir og náði stærðfræðiprófinu!! það var reyndar ætlunin allan tímann, en þegar ég kom út úr prófinu með svörin (fengum þau afhent þegar við skiluðum prófinu) og sá að e´g hafði ekki eitt einasta rétt svar, var ég nú nokkuð viss um að ég ætti engan séns. Fór svo upp í skóla í dag og sá nafnið mitt á listanum yfir þá sem náðu :) fékk að skoða prófið og sjá að ég hafði náð með 18 stigum af 35 :)
Glæsilegt eða þannig... en ég er fullkomlega sátt :)
Annars var Osló bara æðisleg. Fórum 3 héðan frá Lundi og skemmtum okkur bara konunglega, ég hef tekið ástfóstri við rebba sem er afundin brúða sem fær að vera með í sunnudagaskólanum :)
Svo skoðuðum við alla osló á einum degi :) Keyptum miða í í túristarútu sem stoppaði víðs vegar um bæinn, skoðuðum typpastyttugarð, ráðhúsið, konungshöllina, höfnina (út um bílrúðuna því það ringdi svo mikið þá), holmenkollen og borðuðum Deli de Luca ís (hann fékk fyrstu einkunn Hrefna!).
jábbs, fínasta helgi og ekki spillir fyrir að hafa náð prófinu :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá hljómar eins og góður dagur í Osló! Já, ég veit, ísinn er æði :)
Og til hamingju með að hafa náð prófinu, þú ert svo gáfuð :)

28 ágúst, 2006 18:47  
Blogger Guðrún said...

Takktakk, maður er bara svo ferlega vel gefinn ;)

29 ágúst, 2006 10:22  

Skrifa ummæli

<< Home