miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Bókasafnsraunir

Æi, ætlaði a skrifa mjög hnittinn og skemmtilegan pistil um bókasafnsferðir mínar en kem mér bara beint að efninu: Bækurnar sem ég vil lesa eru aldrei inni! Ef þær eru skráðar inni tekur við ratleikur um bókasafnið sem endar með því að ég neyðist til að spyrja þar til gerðar konur sem eru ekki mjög glaðlyndar og finna bókina ekkert frekar en ég (samt vita þær hvernig eru raðað inn í þetta bókasafn!). Það þýðir að þær pína mig til að panta bókina sem kostar heila 10 sænskar krónur!
Þetta er önnur versjónin, hin er eins nema ég tala ekkert við bókasafnskonurnar, fer bara tómhent, sveitt og pirruð út.

1 Comments:

Blogger Guðrún said...

bara pirringur þriðjudagsins... það var seinni versjónin

30 ágúst, 2006 15:41  

Skrifa ummæli

<< Home