laugardagur, ágúst 19, 2006

Held ég sé komin úr fríi

Enda allt annað en frí framundan... og þó.
Næstu vikuna verð ég í 3 löndum, það finnst mér að sjálfsögðu töff. Næsta miðvikudag yfirgef ég skerið, flýg heim til Svíþjóðar til þess að taka stærðfræðipróf. Þaðan flýg ég svo til Oslóar á kirkjuskólafund/námskeið með öðrum leiðbeinendum á Norðurlöndunum. Þar ætlum við að vera frá laugardegi til sunnudags að spóka okkur og tjah, læra e-ð býst ég við.
Það eru nú síst rólegheit fram að brottför. Ég er að vinna alla daga frá 9-17 og þar að auki að læra fyrir stærðfræðiprófið sem er á fimmtudagsmorguninn klukkan 6 að íslenskum tíma! Það er heldur snemmt þykir mér. Að sjálfsögðu kann ég ekki neitt, veit ekki neitt og skil ekki neitt :( ég er búin að vera nokkuð dugleg og byrjaði að læra um miðjan júlí. Þa hefur svosem ekkert gengið svo illa þökk sé Sigrúnu en nú er ég hins vegar í fyrsta lagi búin að fá nóg og í öðru lagi komin að því sem ég kann minnst í... verst að það er öruglega tæplega helmingur prófsins byggður á þeim hluta :( aumingja ég.
Svo fer skólinn bara að byrja! Byrjar 1. sept á frumulíffræðikúrsi.
Haustið er að verða ansi þétt og líst mér vel á það. Er í aðeins fleiri einingum en ætlast er til (sem þýðir ansi mikið fleiri en ég tók síðasta vetur). Ætla mér að komast inn í snobbkórinn sem vildi mig ekki á síðustu önn, verð væntanlega í Íslendingakórnum, verð í kirkjuskólanum, ætla til Egyptalands, fæ e-n slatta af heimsóknum (þó alltaf hægt að taka við nýjum pöntunum), hafði hugsað mér að kíkja til Íslands (lofa samt engu) og er að verða 25 ára með tilheyrandi hátíðarhöldum. Mér getur nú bara ekki leiðst þessa önn!
Þið verðið að fyrirgefa að ég verð víst ekkert dugleg að kveðja áður en ég fer... má bara ekki vera að því sökum stærðfræðihausverkjar. Sigrún nýtur hins vegar góðs af því. Ef þið eruð sleip í markgildum, diffrun og öðru sem við kemur gröfum getið þið kannski lokkað míg í heimsókn í klukkutíma eða svo. Annars segi ég bara bless og hlakka til þegar ég kem næst til Íslands hvenær sem það verður.

Guðrún

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home