fimmtudagur, apríl 23, 2009

Ferðasagan

Ég var víst búin að lofa Afríkubloggi. Ég var meira að segja svo fyrirhyggjusöm að ég skrifaði dagbók í Afríku bara til að geta skrifað blogg þegar ég kæmi heim :)
Svo hér kemur ferðasagan í smáatriðum... eða alla vega fyrsu dagarnir

Letaba, 4. apríl.

Jæja, fyrsti dagurinn í Krügergarðinum búinn og svona líka ljómandi fínn :) Við byrjuðum á ávaxtaskál í blue cottages með jógúrti og hunangi og nýkreistum appelsínusafa, ekki slæmt það!
Við vorum að sjálfsögðu skeptísk á ávextina enda búin að fá að heyra að væru stórhættulegir ásamt fersku grænmeti. Vertinn okkar varð nú bara hneyksluð og sagði að þetta værinú einu sinni SUÐUR-afríka (það er nú suðusr-AFRÍKA í okkar eyrum).
Við vorm kominn í Krüger kl 11. Það voru ekki nema 50 km til Letaba sem var okkar fyrsti gististaður sem þýddi klukkustundarakstur þar sem hámarkshraðinn í garðinum er ýmist 40 eða 50. Okkur tókst nú samt að dreyfa akstrinum á 3,5 tíma  Á leiðinni sáum við impala sem er antilóputegund. Við sáum fullt af þeim sem er kannski ekki svo skrýtið þar sem það eru 125.000 stk í garðinum. Svo ráukumst við á stóran flokk af e.k. gömmum. Þeir voru með útbreidda vængi líklegast til að þurrka þá. Það komu tímabil þar sem við rákumst ekki á mörg dýr en allt í einu upp ár þurru spásseraði gíraffi yfir veginn beint fyrir framan okkur! Það var flott  Við sáum líka litla skjaldböku sem hafði nú e-ð illts af leið. Ég held það hafi verið ”hlébarðaskjaldbaka”.
Inni í sjálfum Letaba-búðunum voru svo bushboks sem er önnur antilóputegund. Þau höfðu vilst innog voru bara ða tjilla og forvitnast um okkur fólkið, algjör krútt ;)
Klukkan 16 fórum svið í sunset drive. Það vorum bara við og SA fjölskylda í ferðinni. Þau töluðu afrikaans. Það er sko heldur betur líkt hollesku.
Þetta var alveg frábær ferð og við sáum fullt af dýrum og fengum frábæra fræðslu. Við sáum að sjálfsögðu impala en líka waterbok og stenbok. Við sáu líka fullt af sebrahestum (þeir eru svo flottir!). Þeir eru minni en ”útlenskir hestar”, á milli hesta og asna í stærð sagði leiðsögumaðurin, kannski bara eins og sá íslenski? Þeir eru mjög ”feitir” en það er út af því að greyin eru með fullan maga af lofti :Þ
Við sáum líka flóðhesta úr fjarlægð, fílafjölskyld, nokkrar fluglategundir og héra. Það skemtilegasta var þó ljónafjölskyldan! Við sáum fjölskyldu með 4 ljónynjum, einu krlljóni og 7 litlum krúttleum ljónsungum, ca 4 mánaða. Það var mjög skemtilgt að fylgjast með hvernig þau höguðu sér og sérstaklega þar sem leiðsögumaðurinn gat útskýrt fyrir okkur hvað var að gerast. Hann var mjög spennur sjálfur nda ekki á hverjum degi sem maður sér heila ljónafjölskyldu með svon alitla unga. N’una erum við í búðunum að grilla kjöt og mismunandi tegundir af minikúrbítum 8fáránlega gott!). Svo er það bara beint í rúmið því við erum að fara í bushwalk kl 5:30 í fyrramálið takk fyrir!

J'burg-Blue cottages, 3. apríl.

Það er bara sljómandi fínt að keyra í Suður-Afríku ef maður lítur framhjá því að það er vintri umferð. reyndar mættu vegamerkingarnar líka vera betri. Við eydum fullöngum tíma í að finna matvörubúðina sem átti að vera neðar í götunni. Það var hins vegar mjög gaman að koma í búðina, úrvalið af grænmeti og ávöxtum var svo skemmtilegt. Að öðru leiti var búðin eins og hver önnur matvörubúð. Við splæstum í símakort í gemsan sem hefur núþegar komið sér að góðum notum.
Þá hófst ferðalagið.
Það tók okkur 7,5 tíma að koma okkur 450 km leið! Stærsti partur ferðarinnar (eða flestir kílómetrarnir) voru á greiðfærri hraðbraut en okkur tókst að villast nokkru sinnum á leiðinni og svo lentum við 3 sinnum í vegavinnu sem þýddi að það var bara umferð í aðra áttina í einu. Síðasta 1,5 tímann keyrðum við í myrkri. Það var nokkuð óhugnalegt því við lentum 2 sinnum í vegavinu á þessum tíma og vorum alveg stopp.
Loks komumst við þó á leiðarenda. Þar tók á móti okkur dýrindis 3 rétta máltíð, ég held sveimér þá sú besta í ferðinni. Við fengum líka fullt af nytsamlegum upplýsingum um hvernig maður á að hafa sér í Suður Afríku. blue cottages var fínasti gististaður. Þetta er alveg úti í ssveit og mjög fjölkskrúðugt dýralíf :/ það gerði það að verkum að ég var alveg á nálum yfir minnst hreyfingu. Það voru ekki ljónin eða flóðhestgarinr sem ég var hrædd við heldur skordýrin og skriðdýrin! reyndar var full ástæða til að vera á nálum yfir flóðhestunum því fyrir neðan koafana var fljót þar sem þeir héldu til! Á þurrkatímum leituðu þeir upp í garðinn eftir æti á nóttunni. Sem betur fer hafði ringt vel undanfarið!

Ferðadagur, 2. apríl

Fórum á fætur örlítið fyrr en venjulega eða um 4:30 leytið og drifum okkur út á völl. Heldur svefnlítil nótt og örlitlar áhyggjuraf því hvort allt væri með. Pökkunin fór nefninlega fram kvöldinu áður. 2 klst flug til Parísar, smá hlaup á Charles de Gaulle að redda ýmsum smáhlutum eins og moskítóvör, mat og drykk. Þá tók við 9 tíma flug til Jóhannesarborgar. Ég ætlaði nú heldr betur að nota tímann í lærdóm en sofnaði eftir að hafa lesið einn fyrirlestrur. Flugferðin gekk bar ljómmandi vel! risastór flugvél með ágætum sætum (þó það hafi verið viss svekkur að þurfa að labba gegnum 1. farrýmið) og fullt af bíómyndum og öðru skemmtiefni í boði. Þannig að í staðinn fyrir lærdóm horfði ég á tvær bíómyndir og fór í fullt af tölvuleikjum!
Á flugvellinum í J'burg biðum ið í vegabréfseftirliti í meira en klukkutíma. Þegar því var lokið tók mjög vinarlegur maður á móti okkur og fylgdi okkur að bílaleigunni og sendi vin sinn að kaupa vatn fyrir okkur. Fyrir þetta tóku þeir félagar inungis 100 rönd hvor eða um 1000 ísk hvor (en þeir heppnir að hitta á svona heimska túrista!)! Strákunum á bílaleigunni fannst við nú ekkert sérlega gæfuleg og sögðu okkur í framtíðinni að treysta engum nema lögreglunni og bensínafgreiðslufólki.
Þessi hálftíma bílferð frá flugvellinum og á svefnstað var nú ævintýri út f fyrir sig þar sem það er hægri umferð í Suður-Afríku...

mánudagur, apríl 20, 2009

Úps

ég var víst búin að lofa Suður-Afriku bloggi um helgina :/
Helgin hljóp bara alveg í burtu svo það verður að bíða betri tíma. En ég lofalofalofa bloggi í vikunni, síðasta lagi næstu helgi

mánudagur, febrúar 16, 2009

Tittut!

ég er mætt :)
Sko, jólaskrutuð hjá mér var ekki komið niður í kassa fyrr en í lok janúar (og þá eingöngu út af því við vorum að fá gesti, annars hefði það verið uppi lengur) þannig ég sé ekkert athgavert við jólafærslu efsta á síðunni í febrúar ;)
Annars er ég nánast óskrifandi. Ég var að koma úr bólusetningu og fékk sprautu í BÁÐA handleggina og sé ekki fram á að geta notað þá nokkurn tíman aftur. Verst að Jonas var líka í þessari bólusetningu þannig ég fæ enga meðaumkun þaðan :(
Annars er sko ýmislegt í fréttum get ég sagt ykkur. Það heitasta í dag er... vá, ég get bara engan veginn gerst upp á milli, þessi listi verður í handahófskenndri röð held ég bara. Mamma og pabbi eru að koma til Köben á morgun. ég er að fara að hitta þú þar og svo koma þau yfir til okkar seinna í vikunni. Við Jonas erum á leið til Suður Afríku um páskana (þess vegna vorum við í bólusetningum). Ég er að fara að halda kúrs um Ísland. 6 skipti 3 klst í senn. Fyrsta skiptið er á miðvikudaginn og ég fékk að vita þetta alltsaman í dag. Ég er búin að kaupa mér rauða strigaskó í tilefni Afríkuferðarinnar. Þeir eru mjög flottir og liprir og voru á einstaklega góðu verði. Systkini mín koma í heimsókn í mars og verður það að sjálfsögðu mjög gaman. Ég er orðin algjörlega snartjúll í prjónaskap og er með mikil fráhvarfseinkenni þar sem ég ég bíð eftir hvítri léttlopadokku sem kemur með fluginu á morgun (með mömmu og pabba s.s.). ég er búin að vera í heilmiklum lokaverkefnispælingum og var með 3-4 hugmyndir og ákvað að senda meil á nokkra staði. Hingað til hef ég fengið jákvæð viðbrögð (þó ekkert sé öruggt) frá öllum stöðunum sem gerir málin bara alls ekkert einfaldari. Á morgun er ég að fara til Köben í heimsókn á einn af stöðunum (og svo að hitta mömmu). Tveir a þessum spennandi stöðum eru á íslandi svo það er ekki útilokað að ég verði á Íslandi í haust, alla vega verð ég pottþétt á Íslandi í sumar :)
vá, þetta er sko troðfullt af alls konar staðreyndum og ekki búið enn: ég og helga frænka erum að fara að troða upp hjá "Svensk-isländska föreningen" í apríl. 'eg hef mætt einu sinni á þannig samkomu (með íslenska kórnum sem söng) og var með bjánahroll allan tímann, sat á aftasta bekk og hagaði mér eins og versta gelgja. eins gott að við verðum e-ð skárri en aumingjans fólkið sem tróð upp í það skiptið... við ætlum að syngja íslenskan tvísöng, Bubba og Ragnheiði Gröndal, fjölbreytt eller hur? ;)
jæja, nú þarf ég að fara að einbeita mér af því að vera illt í handleggjunum (það er nefninlega erfitt að muna það ef maður er að gera e-ð annað)

Sjaúmst

föstudagur, desember 19, 2008

Jólijóli

Ég eeelska jólafrí!!!
Ég er búin að eyða þeim fjórum klukkutæimum af jólafríi sem eru búnir í sjónvarpsgláp og konfekt gerð :)
Amarylisinn minn er sprungin út, meira að segja tveir stilkir og svo er orkidean líka að blómstra, og ég sem hélt hún væri dauð. Ég er bara ekki viss um að ég tími að koma heim í jólafrí ;)

laugardagur, desember 13, 2008

OK

Ef ég skrifa þetta hérna inn neyðsit ég til að standa við það:
Núna ætla ég að taka til og þrífa heima hjá mér. Þegar ég er búin að því ætla ég að taka mynd af fínu jólaljósunum mínum og setja inn á bloggið. Á morgun ætla ég að skrifa jólakort og pakka inn jólagjöfum.
Og hana nú!

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Mer leidist!

Sit og hangi i skolanum tvi eg er klaradi verkefni dagsins i gaer og get ekki gert verkefni morgundagsins tvi sidan sem eg a ad nota virkar ekki. Vaeri ta ekki upplagt ad fara heim? Ju mer finndist tad lika. En nei, eg tarf ad skoda afrakstur tilraunar gaerdagsins. Og af hverju vind eg mer ekki i tad? God hugmynd, eg ma bara ekki gera tad nuna tvi vid turfum ad skiptast a svo vid missum ekki tölvusalinn!! Og af hverju fae eg ta ekki ad fara fyrst tar sem eg er su eina sem er buin med verkefni dagsins? MJÖÖÖÖG GOD SPURNING!
pirr dagsins i bodi oskipulagdra kennara

laugardagur, nóvember 08, 2008

Partí!
Haldið að mér hafi ekki bara verið boðið í partí í kvöld, alvöru sænskt stúdentapartí. Ég fékk nett sjokk þegar ég opnaði fataskápinn minn og mundi að ég á bara settleg föt, engin megasvkvísupartíföt. Okkur Jonasi tókst þó í sameiningu að setja saman föt svo ég gæti villt á mér heimildum þetta kvöldið. Fyrir valinu urðu megapæjuunglingagallabuxurnar mínar sem ég er nýbúin að kaupa mér, gamall hippalegur bolur, megaskvísu leðurjakkinn minn (sem ég var sko löngubúin að gleyma) og skvísu kúrekastígvélin mín. Þið getið séð afraksturinn fyrir ofan og neðan ;)
Ég mætti í partíið á máturlegum tíma, hálftíma eftir boðaðan tíma eða kl 19:30. Þetta var s.s. partí hjá þremur strákum úr skólanum, ég er búin að vera að spila fótbolta með þeim í vor og aðeins í haust. Ég hafði nú ekki mikla trú á þessum elskum en það var bara svo huggulegt hjá þeim og svo voru þeir búnir að undirbúa þessar líka fínu snittur!
Sannir herramenn þar á ferð get ég sagt ykkur. Þrátt fyrir skvísuátfittið og snitturnar get ég ekki sagt að ég hafi átt mikið erindi þarna (nema náttúrulega til að borða snitturnar) svo ég borðaði snitturnar og átti í kurteisis samræðum við nokkra einstaklinga og sagðist svo þurfa að drífa mig í næsta partí (hahaha).
En ég sýndi þó alla vega smá lit!
...reyndar held ég að ég hafi sýnt meiri lit í einkamyndatökunni eftir að ég kom heim...

Vikan búin

og vel rúmlega það.
Vá hvað tíminn flýgur, það fer nú bara að styttast í jólin! Það var ekki að sjá í dag í kirkjuskólanum get ég sagt ykkur sól og fínasta veður :)
Jamm prófið löngubúið og gekk bara ljómandi vel, búin að fá niðurstöður og var með 82% rétt þegar ég kom að skoða prófið en 85% rétt þegar ég skilaði því ;) ætti svosem að vera sátt en hefði átt að fá alla vega 9 ef ég hefði ekki verið svona mikill lúði... og ef kennarinn væri ekki svona skrambi smámunasamur!
En nóg um það, næsti kúrs byrjaður og er svona líka leiðinlegur. Aðalega út af því að hann er (hingað til!) svo léttur og löðurmannlegur... ég ætla að gefa honum séns í smá tíma í viðbót áður en ég fer að kvarta fyrir alvöru.
Annars allt í góðu. ég held við Jonas séum í ómeðvitaðri keppni um hver gefst fyrst upp á draslinu og tekur til :Þ Við erum bæði öflugir kandídatar get ég sagt ykkur. Held samt að Jonas greyið geri sér enga grein fyrir við hvern hann er að keppa ;)

föstudagur, október 24, 2008

Vikan tæplega hálfnuð

Þessar tvær vikur ætla algjörlga að renna saman...
Langir dagar í skólanum alla vikuna, 8-10 tíma viðvera, kirkjuskóli í fyrramálið og svon bruna ég beint í æfingabúðir í kórnum. Mig grunar að það verði unnið mikið og sofið lítið... svo verður brunað beint úr æfingabúðunum á ráðstefnu um "proteomics" (hljómar það ekki pró?? :D) . Ráðstefnan er svo allan mánudaginn líka. Þriðjudagur fer í að laga skýrslu og byrja próflærdóm (fengum einmitt heilmikið lesefni í dag sem ég vissi ekki um), miðvikudagur próflestur, fimmtudagur PRÓF! og ég sem hélt ég hefði alla vikuna til að læra og hvenær ætlaði ég að slappa af? Á föstudeginum kannski? Nei, það byrjar næsti kúrs.
Ég get huggað mig við það að það eru engin plön og munu ekki vera gerð nein plön næstu helgi.

miðvikudagur, október 22, 2008

Svolítið absúrd

Vaknaði um 3-leytið í nótt við að vinstri fóturinn minn hafði sofnað.
Drattast á fætur til að reyna að vekja fótinn, helst án þess að vekja mig. Sé að það er ljós frammi svo ég staulast draghölt og svefndrukkin fram til að slökkva ljósið. Þá situr Jonas inni í stofu og er að prjóna!
Það skal tekið fram að mig var ekki að dreyma.

Kvöl og pína!

Milli klukkan 16:30 og 18:00 var ég skilin eftir ein í "labbinu" (tilraunastofunni) með þýsku stelpunni :/
Hún er alveg fáránlega hæg í öllu sem hún gerir og svo óendanlega leiðinleg!!
Hún er hálfþýsk, fædd og uppalin hér en ég svo sver það ég tala með minni hreim en hún.
Jæja, búin að deila frústeringunni með ykkur ;)
best ég skelli mér á kóræfingu.

mánudagur, október 20, 2008

Skil ekki boffs

Það eru krúttulegir gamlir bræður sem eiga heima fyrir ofan okkur. Ég sé annan þeirra oftar en hinn. Hann er ekki nema 1,30 myndi ég giska og kannski ekki alveg eins og fólk er flest. ég get ómögulega skilið hann þegar hann talar! Áttum þessar líka fínu samræður á leiðinni úr kjallaranum núna áðan og ég skildi barasta ekki neitt. Ég verð víst bara að leika undirgefnu eiginkonuna og láta Jonas sjá um samskiptin við þá bræður.

föstudagur, október 17, 2008

Getið þið hvað ég var að finna

jólasmákökur frá því í fyrra!
Já, og sko alveg nóg af þeim!!
Í staðin fyrir að henda þeim og þrífa boxin og það allt skellti ég þeim bara aftur inn í skáp og tók fram tópasinn sem mamma og pabbi komu með :)

þriðjudagur, október 14, 2008

Gurk :(

Það er búið að fella niður flugið mitt heim til Íslands og okkur boðið flug fyrr um daginn. Ég er að syngja á tónleikum fyrr um daginn :(
Lítur út fyrir að við þurfum að fljúga heim 23. desember :(

sunnudagur, október 12, 2008

Ráðgátan leyst

Sigrún hafði sko mikið fyrir því að rugla mig í rímun, sendi Erling sérstaklega til Stokkhólms svo ég gæti ekki rakið póstsendinguna. En ég sá við henni, hún hefði ekki átt að missa það út úr sér að erling væri í Stokkhólmi ;)
Takk fyrir afmælisgjöfina Sigrún, ég væri mjög fín með handskana og trefilinn ef ég væri ekki svona ferlega mygluð úr kvefi og með of síðan topp ;)
Annars var ég með þúsund blogghugmyndir en ætli horið sé ekki að blokkera einhverjar heilastöðvar því ég man ekkert.
Nema að ég gleymdi alveg að koma því á framfæri að mér tókst að greina 5 prótein af 6 úr próteinblöndunni í síðustu viku og "vann". Flestir gátu ekki fundið neitt og sú sem var með næstflest náði þremur. Hef reyndar smá áhyggjur af því að kennararnir hafi ekki áttað sig nógu vel á að ég hafi unnið keppnina (og hvað þá að þetta væri keppni).

föstudagur, október 10, 2008

Ha?

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá hefur ekkert farið framhjá mér síðustu daga hvað ég er frábær og æðisleg ;)
Ekki batnar það þegar ég er farin að fá gjafir frá leyndum aðdáendum!!
Fyrir 2 dögum fékk ég tilkynningu frá póstinum um ða ég ætti pakka þar. Var svosem ekkert yfir mig spennt þar sem ég átti von á kirkjuskóladóti. Ég dreif mig og náði í pakkann í dag svo ég hefði nú hlutina fyrir kirkjuskóla á morgun.
Mér fannst örlítið merkilegt að brúðunni (þetta hlaut að vera brúða og ekki bækur þar sem pakkinn var mjúkur) væri pakkað inn í svona fallegan pappír undir umslagin en pældi ekkert í því fyrr en ég sá innihaldið, ótrúlega fallegur trefill í hauslitum og brúnir "mokka"handskar í stíl!
Það er hins vegar ekkert kort eða nafn eða neitt í þeim dúr utan á eða innan í pakkanum :(
og það sem meira er, póststimpillinn er frá Stokkhólmi og ekki Íslandi!
Ég vil hér með þakka innilega fyrir þessa fallegu gjöf en á sama tíma benda á að ég er ekki orðin það fræg (ennþá) að ég þurfi leinilega aðdáendur ;) Gefur sig e-r fram??