laugardagur, nóvember 08, 2008

Vikan búin

og vel rúmlega það.
Vá hvað tíminn flýgur, það fer nú bara að styttast í jólin! Það var ekki að sjá í dag í kirkjuskólanum get ég sagt ykkur sól og fínasta veður :)
Jamm prófið löngubúið og gekk bara ljómandi vel, búin að fá niðurstöður og var með 82% rétt þegar ég kom að skoða prófið en 85% rétt þegar ég skilaði því ;) ætti svosem að vera sátt en hefði átt að fá alla vega 9 ef ég hefði ekki verið svona mikill lúði... og ef kennarinn væri ekki svona skrambi smámunasamur!
En nóg um það, næsti kúrs byrjaður og er svona líka leiðinlegur. Aðalega út af því að hann er (hingað til!) svo léttur og löðurmannlegur... ég ætla að gefa honum séns í smá tíma í viðbót áður en ég fer að kvarta fyrir alvöru.
Annars allt í góðu. ég held við Jonas séum í ómeðvitaðri keppni um hver gefst fyrst upp á draslinu og tekur til :Þ Við erum bæði öflugir kandídatar get ég sagt ykkur. Held samt að Jonas greyið geri sér enga grein fyrir við hvern hann er að keppa ;)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ha ha nei ég held að Jonas geti gefið leikinn strax:) ef hann bara vissi hvernig herbergið þitt var í den myndi hann átta sig á því!

kv HM

08 nóvember, 2008 22:11  
Blogger Guðrún said...

Nákvæmlega! Ég held hann gerir sér bara akkúrat enga grein fyrir andstæðingnum ;)

08 nóvember, 2008 22:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég man eftir herberginu þínu í þá gömlu góðu daga ;) (Alls ekki þannig að skilja að mitt hafi verið eitthvað mikið betra...). Er nú ekki bara ágætt að taka léttan kúrs - það er þá bara hægt að hugsa um eitthvað annað á meðan!

08 nóvember, 2008 23:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Segðu honum bara að þó að hann taki öll fötin þín sem eru á gólfinu og setji í svartan ruslapoka þá dugar það ekki til. Þú notar bara hin fötn og tekur ekki eftir því að nokkuð hafi horfið!

Kv. Dóra

09 nóvember, 2008 21:46  
Blogger Guðrún said...

Hrefna: engin SÉNS að ég gefist upp svo auðveldlega.
Dóra: merkilegt nokk þá er sko búið að segja honum þessa sögu (held reyndar að mamma hafi sagt honum það eftir að við gftum okkur, hún er svo tillitssöm).

09 nóvember, 2008 23:31  

Skrifa ummæli

<< Home