föstudagur, nóvember 16, 2007

Það er svo erfitt stundum að haga sér vel

Ég kunni að sjálfsögðu fullt um malaríu í dag! Var samt því miður ekki afgerandi best, "hin stelpan" í hópnum mínum (s.s. ekki þessi óþolandi) hafði dottið niður á einhverjar fínar greinar og vissi heilan helling líka en samt um aðra hluti en ég svo við vorum eiginelga gott dúó. En það er svo fáránlega erfitt að sitja á sér og leyfa hinum að tala og ekki grípa fram í þegar maður veit sko sjálfur alveg nákvæmlega hvernig hlutirnir eru...
Ég rétti góðvinkonu minni úr síðasta bloggi greinina um kínín og tónik og hún las hana og skilaði svo greininni með þvinguðu brosi. Ég fékk svosem ekkert svo brjálæðislega mikið út úr þessum "sigri" mínum. Veit svosem ekki við hverju ég bjóst, að hún stæði upp og tilkynnti yfir allan bekkinn að hún hefði haft rangt fyrir sér og ég rétt fyrir mér og að hún hefði síðan beygt sig niður og kysst á mér tærnar... ég hefði svosem ekki haft neitt á móti því ;)

1 Comments:

Blogger Sigrún Helga Lund said...

hehehe snilld :)

16 nóvember, 2007 16:47  

Skrifa ummæli

<< Home