miðvikudagur, nóvember 14, 2007

ég bitur?

Ég er búin að vera svo óhótrúlega dugleg að læra undanfarið að það hálfa væri nóg! Ég hef nefninlega haft óteljandi ástæður fyrir duglegheitunum:
-Búið að vera frekar mikið að gera í "félgslífinu" (t.d. fullt af skemmtilegum heimóknum :)) og það á sko aldeilis ekkert eftir að minnka (fleiri heimsóknir, fara í heimsókn, undirbúa 2 böll, syngja á fullt af tónleikum...)
Ég er að halda áfram með fjarnámskúrsinn sem ég ætlaði að taka í sumar ehem :Þ
Ég er/var með endalaust samviskubit yfir að vera ekki komin með bókina í hendurnar fyrir kúrsinn sem ég er í núna (alla vega vika í hana ennþá!)
Enn meira samviskubit yfir að ætla að skrópa 3 daga í skólanum
og síðast en ekki síst keppnisskapið maður!
Bæði komst ég að því í síðasta kúrsi að ég gæti sko alveg verið "best" ef ég bara héldi mig við efnið og svo verð ég líka nauðsynlega að stinga öllu sem ég get ofan í stelpu sem er með mér í kúrsinum núna.
Eftir 2,5 ár í Svíþjóð er ég búin að greina "týpuna". Það er morandi af þessum stelpum hér í háskólanum, sérstaklega í efnafræðinn (því er nú verr og miður) en ég hef verið í fríi frá svona týpum síðan síðasta haust held ég. Þetta eru litlar sætar stelpur sem drekka nóg vatn og borða ávexti og grænmeti og virka mjög ljúfar á yfirborðinu. Þess vegna neitar maður eiginlega að trúa því að þær eru í rauninni óþolandi besservissara sem kalla sko ekkert allt ömmu sína! Þessar stelpur eru einmitt ástæðan fyrir því að ég hef lengi haldið því fram að Svíar séu allir fífl og ekki þess virði að reyna að vingast við þá.
Svo ég fari nú ekkert að æsa mig of mikið ætla ég bara að segja ykkur hvernig ég ætla troða niður í hálsinn á henni á morgun :) Við vorum að tala um malaríu og vorum að velta fyrir okkur lækningu og fyrirbyggjanlegum aðferðum. ég minnist á að ég hafi heyrt að í gamla daga hafi Englendingarnir drukkið gin og tónik því að það var efni í tónikinu sem átti að vinna á malaríu. ég meina hver hefur ekki heyrt þetta? Alla vega ekki hún og þvílík endemis vitleysa sem ég lét út úr mér fékk ég að heyra í þónokkurn tíma á eftir (ég bara trúi því ekki að engin annar í hópnum hafi heyrt þetta, þau hafa bara ekki þorað að segja neitt). Það var nú ekki minnst á tónik í bókinni okkar en nóg var talað um kínín. Og auðvitað er kínín í tóniki! Auk þess að ég skrifaði 4 blaðsíður fyrir næsta umræðuhóptíma prentaði ég út stutta grein fyrir hana úr wikipedia. Megi hún njóta!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hehe :) Hefndin er sæt!
kv.Ólöf

15 nóvember, 2007 09:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Góð Guðrún! Auðvitað vita allir að það er kínin í tónik og að þar með er gin og tónik hollt og gott við malaríu - a.m.k. allir sem hafa eitthvað smá vit í hausnum :þ Eða eitthvað þannig...! Góða skemmtun :)

15 nóvember, 2007 13:59  
Blogger Guðrún said...

nakvaemlega! Og teir sem ekki vita ad tetta aettu ta alla vega ad hafa vit a tvi ad eyda ekki 5 minutum i ad gera litid ur teim sem reynir ad graeda ta! Og ef madur hefur ekki vit a tvi ad tegja, tjah, hvad er ta eftir ;)
Og vissulega verdur hefndin saet a morgun, get ekki bedid ;)

15 nóvember, 2007 15:17  
Blogger Guðrún said...

sko freada ekki graeda...

15 nóvember, 2007 15:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Humm, keppnisskapið að hlaupa með þig í gönur!!??

16 nóvember, 2007 01:22  

Skrifa ummæli

<< Home