föstudagur, desember 15, 2006

Maður er nú bara orðin svolítið latur!

Mér til varnar þá hef ég verið þeim mun duglegri að læra og annað slíkt. Er nefninlega búin að komast að því að ef ég held mig burtu frá tölvunni gengur mér miklu betur að læra! Þarf náttúrulega oft að nota tölvuna í lærdómnum en þá er bara bannað að opna internetið til annarstil að geta leyst skólaverkefnin. Þannig það hefur verið óvenjulega mikið slökkt á tölvunni síðustu 2 vikur. Annars er tvennt (fyrir utan skóla) í fréttum. Hjólið er enn ófundið sem þýðir að því var alveg örugglega stolið og það fyrir utan heima hjá mér!
ég er lítið sátt en er búin að labba í skólann þessa vikuna sem er bara fínt fyrir utan að það tekur 45 mínútur sem maður hefur kannski ekki alltaf á morgnana. Næst er bara að hringja í lögregluna og tilkynna, hjóli8ð er enn í ábyrgð svo ég ætti nú alla vega að fá e-a summu upp í nýtt hjól :/
Hinar fréttirnar eru þær að við komum heim kvöldið 21. des en ekki 22. eins og ég hélt!! Ég kíkti fyrir rælni á miðana okkar til að athuga hvenær við myndum leda og sá þá dagsetninguna! Eins gott ég athugaði þetta núna! Úff, ég sé bara panikkinn fyrir mér hefði ég tjekkað á miðunum á fimmtudeginum, daginn fyrir ætlaðan flugdag og séð að ég hefði 2 klst til að redda öllu sem ætti eftir að redda, pakka og fá Jonas heim úr vinnunni!
Í fyrradag var Lúsían haldin hátíðleg í hér í Svíþjóð. Ég prísaði mig sæla að vera ekki sænsk þann daginn. Ef ég hefði verið sænsk, hefði ég þurft að vakna fyrir allar aldir til að horfa á syngjandi krakkaskara labba með kerti á hausnum. Þess í dag vaknaði ég "bara" kl 7 og lærði þar til ég fór í skólann kl 13. Þá heyrði ég óm af "seinni lúsíugöngu" í skólanum og það dugði mér bara alveg. Ef ég hefði verið sænsk, hefði ég þurft að borða saffranbollur án áleggs, já alfeg án alls! Ekkert smjör engin ostur. Þess í stað bakaði ég guðdómlega góða saffranmarsípanlengju :) ég fæ bara vatn í munninn!
Á morgun er svo jólaballið í kirkjuskólanum. Það verða nú næstum rólegheit, presturinn og jólasveinarnir sjá um skemmtiatriðin :)
eftir það verður svo haldið til Malmö þar sem fjölskylda Jonasar ætlar að halda litlujól heima hjá litla bróður hans. Það verður nú frekar fámennt þó þar sem Sara systir hans er á Spáni þessa önn og Markús, bróðir hans í Stokkhólmi er búinn að vera veikur svo sú fjölskylda er hætt við að koma niðureftir. Það verður nú samt örugglega fínt. Maður verður nú að fá smá sænsk jól þó þau séu nú samt LANGT frá því að vera ómissandi ;)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Guðrún mín, það var gaman að rekast á þig um daginn og vonandi hittumst við um jólin líka..Tinna

16 desember, 2006 13:34  
Blogger Guðrún said...

Hæ Tinna!
Já það var gaman að hittast um daginn... þess má til gamans geta að ekki fékk ég neinar bækur hjá honum jakobi vini mínum... en stöðumælasekt fékk ég þó :)
Jábbs, væri gaman að hittast um jólin

17 desember, 2006 13:24  

Skrifa ummæli

<< Home