þriðjudagur, desember 05, 2006

Nennekkinennekkinennekki!

Það er búið að vera kreisí að gera eiginlega í heilan mánuð! Því lauk svo með stóru skralli á laugardagskvöldið og í sannleika sagt þá nenni ég bara akkúrat engu þessa dagana!Nenni ekki á fætur, nenni ekki að taka til (svosem ekkert í fyrsta skipti), nenni ekki að elda, nenni ekki í skólann og nenni ekki8 að blogga :Þ
Ég gæti svosem sagt ykkur fullt sniðugt. Það var t.d. mjög gaman á Íslandi, þar var sko ekkert setið auðum höndum. Það er alls ekkert svo slæmt í skólanum, er búin að læra að tækla leiðinlegu stelpurnar í skólanum (þær halda að ég sé hálfviti... það er ferlega næs að gera tilraunir sem "hálfviti" maður þarf varla að gera neitt ;) maður er vinsamlegast beðin um að passa að þegar maður les upp "uppskriftina" að ekki að hoppa á milli dálka!)
En í dag byrjar alvaran! Það er liðinn heill mánuður síðan ég byrjaði í nýjum kúrsi og í sannleika sagt hef ég varla gert nokkuð skapaðan hlut í þessum kúrsi. Það er ekki gáfulegt þar sem prófið er strax eftir jól og ég ætla EKKI að eyða jólafríinu í lestur!
Spýta í lófana Guðrún!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Koma svo!

05 desember, 2006 13:55  

Skrifa ummæli

<< Home