miðvikudagur, desember 06, 2006

Jakkavígslan

Smá prufukeyrsla í gærkvöldi en sjálf vígslan fór fram í dag þegar ég fór í nýja fína 66°N jakkanum mínum í skólann á hjólinu mínu :)
Jakkinn stóð fullkomlega undir væntingum :) takk stelpur :)
Bjóst ekki við að geta notað jakkan fyrr en í vor en það var bara alveg mátulega heitt í honum og þunnri flíspeysu. Ekki segja neinum, en það er alveg fáránlegt veður hérna miðað við að það er desember! Þori samt varla að nefna það ef veðurguðirnir skildu heyra og skella á eins og einum snjóstormi með frosti... ég er fullkomlega sátt við veðrið eins og það er! Fæ örugglega nógan snjó og frost á Íslandi um jólin, engin hætta á öðru.

Guðrún... ekki alveg jafnlöt og í gær en mætti nú svosem alveg sparka létt í rassinn á sjálfri mér ;)

Ps: og takk fyrir hlý orð Hugi! Þú kannski kíkir í heimsókn og ræðir aðeins við Svíana um þetta...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home