laugardagur, júní 21, 2008

og aftur

Hér ligg ég á meltunni uppi í sófa nýbúin að stúta vænum hamborgara og súkkulaði drulluköku (ég bjó ekki til nafnið!).
Pabbi kom í heimsókn á fimmtudaginn og síðan þá hefur eiginlega verið stanslaus átveisla :)
Á mánudaginn byrja ég svo að vinna. Ég verð að vinna hjá Jonasi við að setja saman öryggishnappa fyrir gamalt fólk (Jonas vill reyndar meina að það sé ekki það sem ég á að gera en hvað veit ég svosem, það er alla vega e-ð svona legó). Aðalatriðið er að ég fæ borgað fyrir það ;)
Við ætlum svo að koma til Íslands 4.-20. júlí, endilega panta tíma hjá undirritaðri í skemmtilegheit.

3 Comments:

Blogger Sigrún Helga Lund said...

panta-panta-panta-panta eins og kellingin í endurvinnsluauglýsingunni!

Góða skemmtun í vinnunni :)

22 júní, 2008 21:13  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég panta líka!

Gangi þér vel í nýju vinnunni.

kv.Ólöf

22 júní, 2008 22:17  
Anonymous Nafnlaus said...

Vei! Vinna við legó, það er ekki leiðinlegt :) Hlakka mega til að sjá þig - krossa fingur þangað til vaktaplanið verður tilbúið...

23 júní, 2008 16:33  

Skrifa ummæli

<< Home