sunnudagur, júní 29, 2008

Annasamt

í síðustu viku söng ég á kórtóleikum án þess að kunna eitt einasta lag á efnisskránni og án þess að vera með nótur.
Ég umgekkst líka spilta stjórnmálamenn annað hvort á Ítalíu eða í Danmörku.
Ég hef líka tekið þátt í kappreiðum niður nánast lóðrétta brekku. Lenti þar í 3. sæti þrátt fyrir að hafa aldrei komist almennilega á bak, sat eiginlega bara á rassinum á hestinum.
Og þetta er bara það sem ég hef verið að dunda mér við að næturlagi!
Á daginn hef ég mætt til vinnu og prógramerað, konfigurerað, kubbað og límt eins og ég fengið borgað fyrir það (hah, ég fæ borgað fyrir það!). Ég er líka búin að fara í bíó að sjá Sex and the city (tók að því tilefni persónuleikapróf á facebook og komst að því að ég er Carrie) og byrja á sumarkúrsinum mínum, hanga á netinu, kaupa rafmagnstennisspaða til að veiða flugur með (og fara út á fluguveiðar því það voru engar flugur inni og Jonas var hræddur við mig svona atvinnulausa með rafmagnsspaða í höndinni). Síðas en ekki síst er ég búin að vera að smíða :) Við erum að búa til blómabeð í garðinum okkar. Þið sem hafið komið heim til okkar (hmm það eru allt of fáir! Koma í heimsókn takk!!) vitið að við eigum engan garð en fínan pall eigum við. Við erum s.s. að smíða kassa sem út við handriðið á pallinum okkar sem við ætlum svo að fylla með mold og kalla blómabeð.
Ef myndavélin okkar væri ekki biluð myndi ég láta fylgja með mynd af mér vígalegri með rafmagnsspaðann (og kannski reyna að ná angistarsvipnum á Jonasi líka) og svo aðra þar sem ég pósa með borvélina. Mjög vígaleg get ég sagt ykkur.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að sjá myndir af þér með flugnaspaðann!

30 júní, 2008 11:42  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff... Er ekki viss um að ég vildi mæta þér í myrkri með spaðann í annarri og borinn í hinni!
En þú hefur greinilega haft nóg að gera undanfarið :)

01 júlí, 2008 01:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvar finn ég þetta persónuleikapróf?? Við mamma fórum á Sex and the City fyrir rúmri viku, snilldarmynd...

Vona að flugnaveiðin hafi gengið vel!!

01 júlí, 2008 02:36  
Blogger Guðrún said...

Og nu er eg komin med heftibyssu lika! Jonas afhlod hana nu eftir notkunn... finnst eg fullvigaleg med tessi taeki ;)
Hulda magga min, tu verdur bara ad fa ter Facebook reikning. Tu hefur ekkert betra ad gera en ad hanga i tölvunni tessa dagana hvort sem er ;)
facebook.com

01 júlí, 2008 11:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Uuuu nei ég þarf að bíða eftir að þið komið að passa GA, mér finnst alveg nóg í bili að eltast við hana og fara með út í sandkassa og finnst ég bara ekkert hafa mikinn tíma til að slappa af góða mín! En ef þið nennið að passa þá skal ég liggja á netinu og búa til facebook reikning;) þ.e. ef lillan verður ekki bara mætt (sem ég vona reyndar innilega)

01 júlí, 2008 17:32  
Blogger Guðrún said...

Eg skal sja til tess ad tu hafir enga astaedu til ad hanga ekki a netinu... t.e. nyja barnid verdur ekki maett ;)
Mer datt nu aldrei annad i hug en ad tad myndi maeta adur en vid komum heim, aetlardu nokkud ad klikka a tvi??

01 júlí, 2008 17:43  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu ég klikka ekki á því ef ég fæ einhverju að ráða!! En spurning hvað ég hef mikið að segja um það:( Argg stubbalína er strax orðin óþekk og hún er ekki einu sinni fædd!!

02 júlí, 2008 01:29  

Skrifa ummæli

<< Home