þriðjudagur, október 30, 2007
sunnudagur, október 28, 2007
Sameining tveggja menningaheima
Jonas reyndi að sameina tvo menningarheima í hádegismatnum. Hann blandaði saman hreinu skyri og eplamúss...
og þá er hann búinn að prófa það og telur það óþarft að prófa aftur...
Það sem hins vegar er vert að prófa aftur er að þeyta saman skyr, rjóma, egg, sykur og vaniludropa. Það verður gert um jólin :)
og þá er hann búinn að prófa það og telur það óþarft að prófa aftur...
Það sem hins vegar er vert að prófa aftur er að þeyta saman skyr, rjóma, egg, sykur og vaniludropa. Það verður gert um jólin :)
laugardagur, október 27, 2007
Ekki nóg með að ég sé sófistikeruð
heldur líka alveg fáránlega eftirsóknarverð!
Þurfti s.s. að vera á tveimur stöðum og gat með engu móti sleppt öðru hvoru. Stjórnaði kirkjuskóla með Elínu milli 11 og 12 og var á kóræfingu með fína kórnum mínum frá 10 til 17.
Elín var að stjórna sínum öðrum kirkjuskóla og vildi þar af leiðandi ekki vera án mín...
við vorum hins vegar bara 2 í fyrsta sópran í dag, báðar nýjar... hin enn "nýrri" en ég, bara 19 og ég er skoho klárari en hún (þó hún syngi nú reyndar miklu betur en hvað um það) og fékk næstum taugaáfall þegar ég sagðist þurfa að skreppa í klukkutíma.
Jamm eins gott að lifa svolítið á þessu, ekki á hverju degi í útlandi sem ég er svona ómissandi og hvað þá á tveimur stöðum!
Þurfti s.s. að vera á tveimur stöðum og gat með engu móti sleppt öðru hvoru. Stjórnaði kirkjuskóla með Elínu milli 11 og 12 og var á kóræfingu með fína kórnum mínum frá 10 til 17.
Elín var að stjórna sínum öðrum kirkjuskóla og vildi þar af leiðandi ekki vera án mín...
við vorum hins vegar bara 2 í fyrsta sópran í dag, báðar nýjar... hin enn "nýrri" en ég, bara 19 og ég er skoho klárari en hún (þó hún syngi nú reyndar miklu betur en hvað um það) og fékk næstum taugaáfall þegar ég sagðist þurfa að skreppa í klukkutíma.
Jamm eins gott að lifa svolítið á þessu, ekki á hverju degi í útlandi sem ég er svona ómissandi og hvað þá á tveimur stöðum!
föstudagur, október 26, 2007
Býflugurnar og blómin...
Við töluðum um "reproduction" í skólanum í dag. Það var nokkuð áhugavert. Ég komst að því að allir þessir saumaklúbbar síðustu ár hafa heldur betur borgað sig því ég var nánast með sögustund fyrir "krakkana" í dag ;)
Veit ekki hvort hátt hlutfall saumaklúbbsmeðlima í heilbrigiðisgeiranum eða nokkurra ára aldursmunur hafi verið ástæðan, en alla vega vissi ég barasta mikið meira um býflugur og blóm en þau!
Veit ekki hvort hátt hlutfall saumaklúbbsmeðlima í heilbrigiðisgeiranum eða nokkurra ára aldursmunur hafi verið ástæðan, en alla vega vissi ég barasta mikið meira um býflugur og blóm en þau!
þriðjudagur, október 23, 2007
Þokkalega sófistikeruð!
Your Inner European is French! |
![]() Smart and sophisticated. You have the best of everything - at least, *you* think so. |
mánudagur, október 15, 2007
Fræga fólkið
Töffarinn sem stendur fyrir framan volvóinn og kíkir á klukkuna sína er mágur minn. Þessi sem situr í framsætinu með myndarlegu hormottuna er svo vinur þeirra bræðra.
Um þessar mundir er þessi sami hópur að gera mynd í fullri lengd með sama konsepti.
http://www.youtube.com/watch?v=cWYXlLdiTd0
Töff eller hur?
Um þessar mundir er þessi sami hópur að gera mynd í fullri lengd með sama konsepti.
http://www.youtube.com/watch?v=cWYXlLdiTd0
Töff eller hur?
fimmtudagur, október 04, 2007
Verð að halda (blogg)dampi
Takk fyrir allar afmæliskveðjur :)
Þar sem ég var í prófi á afmælisdaginn minn (sem n.b. gekk bara ljómandi vel aldrei þessu vant) ákváðum við Jonas að vera ekkert að halda neina veislu um helgina en gáfum hvort öðru lúxushelgi á hóteli í afmælisgjöf :)
Svo um leið og ég var búin í prófinu keyrðum við til Arild þar sem við fórum í spa og borðuðum æðislega 5 rétta máltíð og kampavín og súkkulaði uppi á herbergi og langan góðan göngutúr á afmælisdaginn hans Jonasar og komum mjög inspireruð heim á laugardagkvöldinu. svo inspireruð að við buðum slatta af fólki í kaffi á sunnudeginum.
Kannski fullinspireruð þar sem Jonas fór á æfingu á sunnudagsmorgninum og kom ekki heim fyrr en rúmlega þrjú en það var einmitt þá sem gestirnir komu... ég þurfti s.s. að þrífa, ákveða hvað ég ætlaði að baka, versla, baka og leggja á borð og svoleiðis. Svosem alveg geranlegt en hefði kannski verið gáfulegra að byrja fyrir 12 að hádegi... á e-n undraverðan hátt hafðist þetta nú samt allt saman og úr varð fínasta kökuboð.
Vikan hefur svo verið óvenjuþreytt, ætli við höfum ekki bara sofið of mikið um helgina! Ég fékk heldur betur að gjalda fyrir það í dag, mætti mínútu of seint í tilraun og var sett í hóp með strákunum :( það væri svosem alveg mjög þolanlegt ef 50% strákanna væri ekki óþolandi hollendingurinn!!
Ég lifði þetta svosem af þó ég hafi ekki beint skemmt mér vel. Hef þó alla vega lært af reynslunni og ætla aldrei aftur að mæta of seint í tilraun!
Ég svíf enn á bleiku skýi eftir helgina (og prófið sem gekk vel) og á þess vegna eftir að lesa 50 blaðsíður fyrir tíma í fyrramálið. Því miður ekki hægt að fresta því lengur.
Verð víst að halda dampi.
Þar sem ég var í prófi á afmælisdaginn minn (sem n.b. gekk bara ljómandi vel aldrei þessu vant) ákváðum við Jonas að vera ekkert að halda neina veislu um helgina en gáfum hvort öðru lúxushelgi á hóteli í afmælisgjöf :)
Svo um leið og ég var búin í prófinu keyrðum við til Arild þar sem við fórum í spa og borðuðum æðislega 5 rétta máltíð og kampavín og súkkulaði uppi á herbergi og langan góðan göngutúr á afmælisdaginn hans Jonasar og komum mjög inspireruð heim á laugardagkvöldinu. svo inspireruð að við buðum slatta af fólki í kaffi á sunnudeginum.
Kannski fullinspireruð þar sem Jonas fór á æfingu á sunnudagsmorgninum og kom ekki heim fyrr en rúmlega þrjú en það var einmitt þá sem gestirnir komu... ég þurfti s.s. að þrífa, ákveða hvað ég ætlaði að baka, versla, baka og leggja á borð og svoleiðis. Svosem alveg geranlegt en hefði kannski verið gáfulegra að byrja fyrir 12 að hádegi... á e-n undraverðan hátt hafðist þetta nú samt allt saman og úr varð fínasta kökuboð.
Vikan hefur svo verið óvenjuþreytt, ætli við höfum ekki bara sofið of mikið um helgina! Ég fékk heldur betur að gjalda fyrir það í dag, mætti mínútu of seint í tilraun og var sett í hóp með strákunum :( það væri svosem alveg mjög þolanlegt ef 50% strákanna væri ekki óþolandi hollendingurinn!!
Ég lifði þetta svosem af þó ég hafi ekki beint skemmt mér vel. Hef þó alla vega lært af reynslunni og ætla aldrei aftur að mæta of seint í tilraun!
Ég svíf enn á bleiku skýi eftir helgina (og prófið sem gekk vel) og á þess vegna eftir að lesa 50 blaðsíður fyrir tíma í fyrramálið. Því miður ekki hægt að fresta því lengur.
Verð víst að halda dampi.