laugardagur, október 27, 2007

Ekki nóg með að ég sé sófistikeruð

heldur líka alveg fáránlega eftirsóknarverð!
Þurfti s.s. að vera á tveimur stöðum og gat með engu móti sleppt öðru hvoru. Stjórnaði kirkjuskóla með Elínu milli 11 og 12 og var á kóræfingu með fína kórnum mínum frá 10 til 17.
Elín var að stjórna sínum öðrum kirkjuskóla og vildi þar af leiðandi ekki vera án mín...
við vorum hins vegar bara 2 í fyrsta sópran í dag, báðar nýjar... hin enn "nýrri" en ég, bara 19 og ég er skoho klárari en hún (þó hún syngi nú reyndar miklu betur en hvað um það) og fékk næstum taugaáfall þegar ég sagðist þurfa að skreppa í klukkutíma.
Jamm eins gott að lifa svolítið á þessu, ekki á hverju degi í útlandi sem ég er svona ómissandi og hvað þá á tveimur stöðum!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er naumast! Ekki leiðinlegt að vera svona ómissandi;)

27 október, 2007 23:46  

Skrifa ummæli

<< Home